Saga - 1996, Page 52
50
SVEINBJORN RAFNSSON
blót samkvæmt Kristinrétti foma, en sá kristinréttur mun hafa gilt
á ritunartíma sögunnar, a.m.k. um norðanvert Island, þótt sunnan-
lands væri þá ef til vill verið að reyna að fá Kristinrétt Arna bisk-
ups viðurkenndan í hans stað. Árið 1275 tókst Árna biskupi að fá
kristinrétt sinn viðurkenndan, en eins og kunnugt er gekk á ýmsu
milli höfðingja og Áma eftir það og hafa höfðingjar þá ekki alltaf
viljað viðurkenna Kristinrétt Áma í öllum greinum. í Kristinrétti
forna segir svo:
Menn skulu trúa á guð einn og blóta eigi heiðnar vættir. Þá
blótar maður heiðnar vættir ef hann signir fé sitt öðmm en
guði eða helgum mönnum hans. Ef maður blótar heiðnar
vættir og varðar það fjörbaugsgarð.38
Augljóst er að höfundur lýsir heiðni Hrafnkels á forsendum laga
úr samtíð sinni. Hrafnkell goði er því í sögunni de jure sekur um
blótskap og heiðni og hlýtur sú að hafa verið skoðun höfundar og
upphaflegra áheyrenda. Hrafnkell er látinn bæta ráð sitt síðar í
sögunni og afneita heiðnum goðum og hætta heiðnu athæfi, en án
þess að kristni sé sögð valda því. Þó hljóta forsendur höfundar að
vera kristnar, þótt kristni sé hvergi nefnd bemm orðum í sögunni.
Hugsanlega ber sagan fleiri merki um þekkingu á Kristinrétti
forna þótt ekki sé það víst. Benda má á það að lagaorðin „vopna-
tak" og „örskotshelgi" em bæði í líkaþætti Kristinréttar forna.39
Raunar er „vopnatak" notað í Jónsbók40 og „örskotshelgi" í réttar-
bót Eiríks Magnússonar prestahatara frá 1294.41 En „vopnatak" er
útskýrt í sögunni í ellefta kafla (tíunda kafla í útg. Jóns Helgason-
ar) í sambandi við ákvæði um féránsdóm í örskotshelgi úr Grágás-
arlögum42
I öðmm kafla sögunnar er einnig sagt að Hrafnkell goði hafi ver-
ið „ójafnaðarmaður mikill" og að Jökuldalsmenn og grannar hans
og þingmenn „fengu af honum öngvan jafnað" og að Hrafnkell
bætti engan mann fé, „því að enginn fékk af honum neinar bætur
hvað sem hann gerði". Ekki fer hjá því að Hirðskrá Magnúsar laga-
38 Grdgás III, bls. 24-25, sbr. Grágás Ia, bls. 22, Grágás II, bls. 27 og Grágás III/
bls. 72,117,167,210,251 og 330.
39 Sjá t.d. Grágás Ia, bls. 11-12.
40 Jónsbók, bls. 11.
41 Jónsbók, bls. 282, sbr. bls. 160.
42 Grágás Ia, bls. 112, sbr. Opet, „Die Zuverlássigkeit", bls. 611. „Þinglausnir"
er raunar orð sem einnig er notað á þessum stað í Konungsbók Grágásar.