Saga - 1996, Page 54
52
SVEINBJÖRN RAFNSSON
hennar og málavöxtum er nákvæmlega lýst í sögunni. Fyrst er get-
ið eigenda hrossins í þriðja kafla sögunnar. Þeir eru tveir, Hrafn-
kell og Freyr, og gætu þá gilt ákvæði Jónsbókar eða Grágásar ef
tveir eiga hross eða grip saman. Þá þarf beggja eigenda ráð til ef
lána á eða leigja gripinn. Næst er þess getið í sama kafla að annar
eigandi hestsins, Hrafnkell, hafi strengt þess heit að drepa þann
sem ríði hestinum án hans vilja. Sú heitstrenging verður að vera
með samþykki hins eigandans hvort sem farið er eftir Jónsbók eða
Grágásarlögum.47 Þá er frá því greint í fjórða kafla sögunnar við
vistráðningu Einars að Hrafnkell segir honum að hann megi ekki
ríða hestinum enda muni hann drepa hvem þann sem það geri og
„veldurat sá er varir".
I fimmta kafla sögunnar segir frá hrossreið Einars og er henni
lýst allnákvæmlega, bæði vegalengd og tíma. Reiðinni er ekki þannig
lýst að líklegt megi telja að höfundur sögunnar þekki til ákvæða
Grágásarlaga um hrossreiðir. í Grágás em ákvæði um hrossreiðar-
sök hina meiri og nefnd vatnaskil milli héraða og fjórðunga, eða ef
riðið er um þrjá bæi og hafi heileygir menn mátt sjá reiðina í ljósi.48
Ekkert örlar á málsatvikum sem komið gætu heim við þau ákvæði-
Eftir Jónsbók væri athæfi Einars hins vegar augljós þýfska og ættu
við ákvæði Þjófabálks, um ábyrgð á láni og ef tveir menn eiga einn
grip, eins og raunar virðist áður um sameign Hrafnkels og Freys.49
Athyglisvert er hve rækilega er tekið fram í þessum kafla sög-
unnar að Freyfaxa hafi verið riðið lengi, hesturinn hafi verið „vot-
ur allur af sveita svo að draup úr hverju hári. Hann var mjög leir-
stokkinn og móður ákaflega. Hann veltist nokkmm sjö sinnum"
Honum er síðan lýst sem „ókræsilegum" og „mjög óþokkulegum"-
Gripnum hefur verið misþyrmt svo að notað sé orð Jónsbókar um
slík tilvik, þar segir í klausu í áðumefndum kafla Þjófabálks:
Ef maður tekur grip manns óleigðan, hest eða skip ... bæti
skaða allan ... og rétt eða öfundarbót með þeim er tekið var
fyrir eftir atvikum, hvað nauðsyn til dró þann er tók og hver
öfund þeim var í ger eða hver skaði þeim varð að er tekið
var fyrir. Jafnan rétt og öfundarbót skal hver maður hafa á
fénaði sínum og öðmm hlutum, ef tekið er eða misþyrmt,
47 Jónsbók, bls. 277. Grágás Ib, bls. 63 og Grágás II, bls. 243.
48 Grágás Ib, bls. 61. Grágás II, bls. 241. Um heimildir þessara ákvæða sjá Svein-
björn Rafnsson, „Fom hrossreiðalög".
49 Jónsbók, bls. 277.