Saga - 1996, Page 56
54
SVEINBJÖRN RAFNSSON
arrétti, þ.e. brúkunarþjófnaði. Brúkunarþjófnaður sögunnar er aug-
ljóslega framinn gegn vilja eigandans, invito domino. Langbarðalög
eru heimild Grágásarlaga um hrossreiðarsakir og Grágásarlög síð-
an heimild kafla þess í Þjófabálki Jónsbókar sem áður er nefndur. I
útleggingum, expositio, við hrossreiðagrein í Langbarðalögum er
þessi klausa tilfærð að hluta úr Institutiones Iustiniani:52
Placuit tamen eos, qui
rebus commodatis aliter
uterentur, quam utendas
acceperint, ita furtum
committere, si se intellegant
id invito domino facere
eumque si intellexisset
non permissurum, ac si
permissurum credant,
extra crimine videri:
optima sane distinctione,
quia furtum sine affectu
furandi non committitur.
En mælt er að þeir, sem
taka gripi sem þeim eru lánaðir
og nota öðruvísi en á að nota þá,
fremja þannig þjófnað,
ef þeir vita sig gera það
gegn vilja eigandans
og að hann mundi ekki leyfa
ef hann vissi, en ef
þeir trúa að hann mundi leyfa,
þá sýnast þeir saklausir.
Hér er hinn ágætasti greinarmunur
þar sem þjófnaður er ekki
framinn án ásetningsins að stela.
Ljóst er að Einar reið Freyfaxa vísvitandi gegn vilja eigandans,
invito domino.
En eins og fyrr var getið voru eigendur hestsins tveir, Hrafnkell
og Freyr. Þá er rétt að líta á klausu úr Jónsbók:
Nú eigu tveir menn eða fleiri saman eyk eða skip eða aðra
gripi, þá ábyrgist sá að öllu er með fer, en hverjum þeirra er
heimilt í sína þörf, en eigi á hann að ljá eða byggja að óleyfi
þess er á með honum. En ef hann gerir það, þá svari hann
þeim er á með honum, en hinn sé sýkn saka er léð var eða
leigði. Ef maður tekur skip manns eða hross og villir heim-
ild að, þá er hann þjófur að.53
Látið er í það skína í ummælum Hrafnkels um „eina sök" að hann
eigi ekki einn í hlut. Hesturinn er að hluta lánsgripur, res commodut-
52 Sjá um áhrif þessara réttarheimilda á Grágás, Sveinbjöm Rafnsson, „Grágás
og Digesta", og Sveinbjöm Rafnsson, „Fom hrossreiðalög". Um þennan stað
í Langbarðalögum, sjá Leges Langobardorum, bls. 379, enn fremur Corpus iuris
civilis, bls. 44 (Instit. 4.1. 7.).
53 Jónsbók, bls. 277.