Saga - 1996, Page 58
56
SVEINBJÖRN RAFNSSON
Sjá má þróun í lögbókum Magnúsar konungs þar sem betur er
skilgreint í yngri lögbókunum, Landslögum og Jónsbók, en í hinni
elstu sem varðveitt er, Járnsíðu, hversu víðtæks friðar menn njóta
að heimili sínu og hvemig brot gegn honum verða óbótamál. í Jám-
síðu segir:
Svo er og mælt að allir menn skulu friðheilagir vera heima
að heimili sínu, og svo er þeir fara til heima eða frá. En ef
bóndi eða bóndason verður veginn heima að heimili sínu
eða þá er hann fer til eða frá, eða akri eða eng með hjónum
sínum, þá skal þann mann bæta aftur með fé veganda, tvenn-
um gjöldum ef til er. En ef maður særir mann, eða ber eða
skemmir fullréttisverkum, þá eykst réttur þeirra að helm-
ingi er fyrir skemmdum eða sáraukum verða, en þeir útlæg-
ir er heimafriðinn brjóta og sekir þrettán mörkum við kon-
ungs umboðsmann ef hinir lifa.56
I Landslögum hefur efni Járnsíðuklausunnar verið skipt í tvennt og
kemur þar fram á tveimur stöðum. Annars vegar segir í kafla „Um
baráttur" í Mannhelgi í Landslögum:
Allir menn skulu friðhelgir vera í heimili sínu, það er og
heimili manns er þeim húsbónda heyrir til er maður leigir
hús af. En ef maður særir mann eða ber eða skemmir full-
réttisverkum í heimili sjálfs hans, þá eykst réttur þeirra að
helmingi er fyrir skemmdum og sársaukum verða. Svo eru
þeir og hálfu meira sekir við konung er heimsókn veita og
heimafriðinn brjóta ef þeir lifna, en með öllu útlægir ef þeir
deyja.57
Hins vegar segir í kafla „Um skemmdarvíg" í Mannhelgi í Lands-
lögum:
Það er og óbótamál ef maður vegur mann innan stokks eða í
garði úti eða innan gerðis þess er hverfur um akur eða eng
að heimili sjálfs hans, nema hann verji hendur sínar.58
Jónsbók, yngsta lögbók Magnúsar konungs, er nær samhljóða Lands-
lögunum í þessu efni. Þó er í kafla „Um griðastaði og griðatíma" í
Mannhelgi Jónsbókar, sem samsvarar kaflanum „Um baráttur" í
56 Jámsíða 24, NgL I, bls. 267. Vera kann að texti sé spilltur og eitthvað vanti
milli ... frá, eða ... Það þarf þó ekki að skipta máli í því sem hér er til urn-
ræðu.
57 Landslög IV 18, NgL II, bls. 64.
58 Landslög IV 3, NgL II, bls. 51.