Saga - 1996, Page 60
58
SVEINBJÖRN RAFNSSON
koma fram „nafn og náttstaður" veganda, „þá skal á örvarþingi
fram koma náttstaður hans".62 Þessa væri varla svo vandlega getið
í sögunni ef höfundur hefði ekki þessi lagaákvæði í huga.
Þorbjörn er nánasti erfingi Einars í sögunni, hann skal þá sam-
kvæmt löggjöf Magnúsar konungs skera upp örvar, eins og það er
kallað. Erfitt er að skilja Landslögin og Jónsbók um örvarþing
nema í ljósi Járnsíðu, eins og þeir Bjöm á Skarðsá og Páll Vídalín
ræddu endur fyrir löngu.63 I sjötta kafla í sögunni (sjöunda kafla í
útg. Jóns Helgasonar) ríður Þorbjöm, eftir samtöl við Hrafnkel
goða og Bjama bróður sinn, til Leikskála, bæjar Sáms frænda síns.
Gengið er til hurðar á bænum en Þorbjörn biður Sám út að ganga.
Hér virðast höfð í huga ákvæði laga um boðburð, bóndi er kvadd-
ur til dyra.64 Þessi formlegheit í þessu samhengi em eðlileg ef Þor-
björn hefur átt að skera upp örvar eftir víg Einars.
Síðan segir í sögunni að Þorbjörn hafi sagt Sámi víg Einars sonar
síns. Tilsvar Sáms við þessu er með tvennu móti í handritum sög-
unnar. Flest handrit hafa: „Það em eigi mikil tíðindi, segir Sámur,
þótt Hrafnkell drepi menn". Handritið D (AM 55f c, 4to) hefur hins
vegar: „Sámur svarar: Það em eigi ný tíðindi þótt Hrafnkell drepi
menn, hefur hann jafngóður verið boðöxar".65 Ekki leikur vafi á að
lesháttur D-handritsins er bæði erfiðari og uppmnalegri en hinn.
Boðöxi mun merkja þingboðsöxi. í Landslögum Magnúsar kon-
ungs og Jónsbók er talað um boð eða þingboð og ákvæði um boð-
burð, boðleið og boðfall.66 Um boð eða þingboð em hins vegar ekki
ákvæði í Grágás, en þar em í þremur tilvikum ákvæði um að skera
skuli kross. Skulu þingmenn skera kross ef ákveðin atvik verða við
62 Jónsbók, bls. 46, sbr. Landslög IV 11, NgL II, bls. 56, Jámsíða 27, NgL I, bls.
269.
63 Páll Vídalín, Skýríngar yfir fomyrði lögbókar, bls. 12-16 og 651-54, sbr. Jámsíða
31, NgL I, bls. 270, fónsbók, bls. 46-48 og Landslög IV 11, NgL II, bls. 56-58.
64 fónsbók, bls. 110, sbr. Landslög VII 54, NgL II, bls. 139. Sjá einnig Jónsbók, bls.
48: „En ef hann verður dauður, þá skeri erfingi örvar upp og láti þing stefna,
en sýslumaður ef erfingi er eigi nær."
65 íslendinga sögur og þættir, bls. 1401, sbr. Hrafnkels saga Freysgoða, bls. 10 og 45,
þar sem Jón Helgason stingur upp á „leiðréttingu" á síðasta hluta svars Sáms,
svona: „hefur hann jafnan góður verið bolöxar", en Jón telur texta handrits-
ins þama spilltan. Hermann Pálsson telur textann einnig spilltan og vill breyta
„boðöxar" í „blóðöxar", sjá Hermann Pálsson, „Um setningu í Hafnkels sögu /
bls. 311-13.
66 Sjá þessi orð í orðasafni í NgL V og í registri í Jónsbók.