Saga - 1996, Síða 62
60
SVEINBJÖRN RAFNSSON
Landsskjalasafni til Þjóðminjasafns.74 Þingboðsöxi er til frá Keldum
á Rangárvöllum75 og áþekk boðöxi frá Austvaðsholti í Rangárvalla-
sýslu.76 Boðöxi er einnig til úr Húnavatnssýslu77 og fleiri þingboðs-
axir munu til í söfnum hér á Iandi.
Krossinn sem fundarboð virðist hverfa með lögtöku Jónsbókar.
En af hverju verður þingboðið öxi á Islandi? Sennileg skýring á því
er að öxi var tákn vemdardýrlings Noregsríkis, Ólafs konungs helga.
Á síðari hluta 13. aldar taka erkibiskup og konungur í Noregi að
nota mynd af öxi sem tákn um vald sitt. Um líkt leyti kemur skjald-
armerki Noregs fram en þar er öxi komið fyrir í hrömmum kórón-
aðs ljóns. Þessar axir em auðvitað tákn Ólafs konungs helga.78
Ummæli Sáms í Hrafnkels sögu um að það séu ekki ný tíðindi
þótt Hrafnkell drepi menn, hann hafi verið jafngóður boðöxar,
verða ekki skilin á annan veg en að Sámi þyki það ekki ný tíðindi
að Hrafnkell drepi menn, fremur en að hann láti ganga boðöxi,
hann sé óspar jafnt á að drepa menn og að láta ganga boðöxi.79 Um
leið kemur fram að það er talið hlutverk höfðingjans Hrafnkels
goða að senda þingboð. Hrafnkell goði kemur fram í gervi Jóns-
bókarsýslumanns. Þannig lýsir höfundur Hrafnkeli og þannig hafa
áheyrendur hans vafalaust skilið höfðingdóm Hrafnkels best.
Þetta er skýrt dæmi um tímaskekkju, anakrónisma, miðað við að
sagan á að gerast í heiðni, á íslenskum þjóðveldistíma. í Jónsbók,
lögbók Magnúsar lagabætis, sem lögtekin var á íslandi 1281, segir
svo:
Nú skulu bændur allir fara til þings þegar boð kemur til
húss, nema einyrkjar einir, þeir skulu fjögur þing varða, þa6)
74 „Yfirlit yfir muni", bls. 45. Aximar hafa safnnúmerið Þjms. 4674. Athygl>s'
vert er örvarlag á axarsköftunum.
75 Hefur safnnúmerið Þjms.14258.
76 Þórður Tómasson, „Þingboðsöxi frá Austvaðsholti".
77 Jón Eyþórsson, Austur-Húnavalnssýsla, bls. 125-26. Ennfremur Kristján Eld'
járn, „Flateyjarbók og þingboðsöxi", bls. 13-18. Athyglisverð er hugmy»d
Kristjáns um sauðfjármarkið „boðbíld".
Lange, „Olav den hellige", dálki 568. Trætteberg, „Riksvápen", dálki 279-88-
Trætteberg, „0ks", dálki 667-74.
Orðalagið „að vera góður einhvers", virðist vera höfundi sögunnar tam>-
Hliðstæða er á öðmm stað í sögunni þegar Þjóstarssynir ráða Sámi „að han»
skyldi vera blíður og góður fjárins og gagnsamur sínum mönnum". Minn®
má á ummæli sögunnar um Freyfaxa: „Hesturinn bar hann skjótt yfir
víða því að hann var góður af sér". Dæmi úr öðmm fomum ritum eru ,,
vera góður matar" og „að vera góður handa sinna".
78
79
að