Saga - 1996, Page 64
62
SVEINBJORN RAFNSSON
1294 eru sektir auknar fyrir boðfall og má af því ætla hve boðburð-
ur var þá talinn mikilvægur og reglulegur.81
Atferli Sáms í sögunni eftir að hann hefur tekið við vígsmálinu
virðist vera í samræmi við ákvæði Jónsbókar. í upphafi sjöunda
kafla (áttunda kafla í útg. Jóns Helgasonar) ríður hann á bæi og
lýsir víginu og „fær sér menn á hendur Hrafnkatli" segja flest hand-
rit, en D-handritið er þarna skaddað.
Akvæði Járnsíðu og Jónsbókar um örvarþing sýna augljóslega,
eins og Páll Vídalín benti á, að sú var lögtekin venja „að samdæg-
urs, sem víg var vegið í einhverjum stað nærri mannabyggðum,
eður nokkur maður særður stórum sárum, skyldi ör upp skera, og
senda í bygðina, til að stefna mönnum saman". Stefnt var til svo-
kallaðs örvarþings þar sem fram fór það sem „heyrir til rannsókn-
ar og undirbúnings að eptirmálum" segir Páll. Og enn segir hann
að örvarþing hafi átt „rannsóknarþing að vera".82
I sögunni mun atferli Sáms eiga að vera örvarþing með víglýs-
ingu og víglýsingarvitnum.83 Hrafnkell lætur sig þetta engu skipta
samkvæmt sögunni og þykir hlægilegt. Þá stefnir Sámur Hrafnkeh
um vígið vorið eftir á stefnudögum84 og er ekki að sjá að Hrafnkell
gangi í gegn.85 Þegar Hrafnkell er riðinn til þings kveður Sámur þá
menn til þingreiðar til Öxarárþings sem örvar eru á lagðar.86 Öll er
þessi lýsing með felldu eftir Jónsbók.
Lýsingin á dóminum á Alþingi og hvernig Hrafnkell er dæmdur
sekur virðist einnig vera í samræmi við Jónsbók og Landslög Magn-
úsar konungs. í lögbókunum eru samhljóða ákvæði sem virðast
höfð í huga:
Nú fær maður eigi réttindi sín í byggðum heima eða fyrir
lögmanni, þá skal sakar áberi stefna honum til Öxarárþings
(lögþingis segja Landslögin), er hann fær eigi rétt af, og ^
hann hefur til þess sannleg vitni, að hann hefur þeim þang'
að stefnt er mál á við hann, og það annað, að mál hafi svo
81 Jónsbók, bls. 285.
82 Páll Vídalín, Skýríngar yfir fornyrði lögbókar, bls. 652.
83 Sbr. Jónsbók, bls. 46, frá 5. línu til bls. 47,8. línu.
84 Stefnudagar eru ekki síður í Jónsbók en Grágás, sbr. Jónsbók, bls. 14-15.
85 Sbr. Jónsbók, bls. 47, frá 8. línu til 14. línu.
86 Sjá skýringu á þessu orðalagi í Páll Vídalín, Skýríngar yfir fomyrði lögbókar'
bls. 12-13. „Einhleypingar" er orð í sögunni á þessum stað, það er miðað við
Jónsbók, sbr. 81. neðanmálsgrein hér á undan.