Saga - 1996, Page 68
66
SVEINBJORN RAFNSSON
Meðal ritheimilda sögunnar er að öllum líkindum einhver gerð
Ólafs sögu Tryggvasonar. í þeirri Ólafs sögu hefur verið frásögnin
af því þegar Ólafur konungur reið stóðhesti Freys og braut goð
Þrænda. Nú er frásögnin varðveitt í Flateyjarbók.95 I frásögninni
eru tvö efnisatriði saman sem bæði eru einnig í Hrafnkels sögu: a)
stóðhestur Freys sem tekinn er og riðið, og b) afnám og brot hofs
og goða. Virðist frásögn Ólafs sögu miðuð við hrossreiðarsakir
Gulaþingslaga eldri:
Nú hleypur maður á hest manns söðlaðan, þá skal hann
leysa sig áfangi ofan. Nú ef hann hleypur á hest manns
ósöðlaðan og keyrir hann fram, þá skal hann leysa sig áfangi
ofan. Ef hann keyrir eigi fram, þá skal hann engu bæta.96
Frásögn Ólafs sögu er svona:
þá sá hann (þ.e. Ólafur konungur) stóðhross nokkur við veg-
inn er þeir sögðu að Freyr ætti. Konungur steig á bak hestin-
um og lét taka hrossin og riðu þeir nú fram til hofsins. Kon-
ungur steig af hestinum og gekk inn inn í hofið og hjó niður
goðin af stöllunum.97
Þar sem atvikalýsingin á reið Ólafs konungs fellur alveg að göml'
um norskum rétti, þ.e. þeim rétti sem gilti áður en farið var að
flokka hrossreiðarsakir með þjófnaðarsökum eins og verður með
lögbókum Magnúsar lagabætis,98 er hún eldri en lögbækumar. Hef-
ur Bjarni Aðalbjarnarson talið að frásögnin sé úr Ólafs sögu Gunn-
laugs munks og má það vel vera.99 Líklegt er að Ólafs saga af þessu
tagi sé ein af forsendum Hrafnkels sögu. En ekki er henni fylgt ná-
kvæmar en Landnámu.
Um fleiri ritheimildir Hrafnkels sögu skal ekki orðlengt mjög-
Einhvern pata virðist höfundur sögunnar hafa af Droplaugarsona
sögu en það er ekki greinilegt eins og bent hefur verið á.100 Þá eru
95 Flaleyjarbok I, bls. 400-401. Líkur texti mun vera í AM 62 fol. en er ekki í öðr-
um handritum Ólafs sögu Tryggvasonar, sbr. Óláfs saga Tryggvasonar en mestá
II, bls. 142.
96 Gulaþingslög 92, NgL I, bls. 45. Þessi lög virðast skyld Lex Salica, bls. 89 og
Pactus legis Salicae, bls. 218.
97 Flateyjarbok I, bls. 401. Undirstrikanir eru undirritaðs.
98 Sveinbjöm Rafnsson, „Fom hrossreiðalög".
99 Bjarni Aðalbjamarson, Om de norske kongers sagacr, bls. 106, sbr. Jón Jóhanri'
esson í Austfirðinga sögur, bls. L.
100 Sigurður Nordal, Hrafnkatla, bls. 20 og 35. Sigurður bendir einnig á að sagan
styðjist við ritaða ættartölu Haralds hárfagra.