Saga - 1996, Page 72
70
SVEINBJÖRN RAFNSSON
Um pólitíska hneigð Hrafnkels sögu
Hin pólitíska hneigð Hrafnkels sögu, þ.e. að landnámsmenn hafi í
fyrstu haft goðorð,104 afkomendur þeirra erfi goðorðin og skuli hafa
mannaforráð og höfðingdóm og aðrir skuli ekki sækja þar á, kem-
ur fram í líkri mynd í öðrum íslenskum heimildum frá síðari hluta
13. aldar og byrjun 14. aldar. Þessi hneigð ber svip af baráttu af-
markaðs hóps sem telur sig réttilega kominn að valdsmennsku
með tilvísun til hefðar og ættgöfgi.
Mótun pólitískra og samfélagslegra hugmynda af þessu tagi105
má sjá að nokkru í gerðum Landnámabókar frá 13. og 14. öld, þ-e-
Sturlubók, Melabók og Hauksbók. í þeim eru ættir raktar frá land-
námsmönnum til Sturlunga á fyrri hluta 13. aldar, til Snorra Mark-
ússonar lögmanns á Melum (d.1313) og hans nánustu, og til Hauks
Erlendssonar lögmanns (d.1334) og hans nánustu.106 Ættartölur fra
landnámsmönnum til Sturlunga í Sturlubók Landnámu kunna að
endurspegla að einhverju leyti tilkall til goðorða á fyrri hluta 13-
aldar þótt ekki sé það víst. Enginn landsfjórðungur verður útund-
an þegar ættir eru raktar til Sturlunga, þó að landnámsmannaættir
til Hvamm-Sturlu séu aðeins taldar fyrir vestan og norðan. Ættar-
tölumar frá landnámsmönnum til Melamanna í Melabók Land-
námu og til Hauks Erlendssonar í Hauksbók Landnámu virðast
ekki síður gerðar í táknrænum tilgangi eða til skrauts. Með þeim
benda Landnámuritstjórarnir á ættgöfgi sína og hæfi til höfðing'
dóms og þjónustu hjá konungi.107
Náskyld þessum ættarreigingi og tilraunum til að binda ættir við
mannaforráð og höfðingdóm aftur á landnámatíð er skrá Sturlu-
bókar Landnámu yfir hina göfugustu eða ágætustu landnáms-
104 Landnámabækur segja ekki að Hrafnkell landnámsmaður hafi verið g0®1
eins og Hrafnkels saga. Þar segir hins vegar að sonarsonur hans, Hrafnk°
Þórisson, hafi verið goði, sjá Landámabók, bls. 90, 205 og 256.
105 Lögstéttaviðhorf eru tímanna tákn í lok 13. aldar, sbr. þrískiptinguna í órna
sögu biskups, bls. 76, í handgengna menn, klerka og bændur. Sjá einnig °ro1
stétt í NgL V. Ennfremur lög um skrúðklæðaburð í Jónsbók, bls. 115-16 °S
284, en slík lagabönn og stéttbundinn klæðaburður virðist ekki vera í norskd
löggjöf frá sama tíma.
106 Um þessar ættartölur sjá nánar Sveinbjöm Rafnsson, Studier i Landániub '
bls. 181-88.
107 Sveinbjöm Rafnsson, Studier i Landnámabók, bls. 185.