Saga - 1996, Page 136
134
RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
þess samfélags sem þeim hefur fundist þeir tilheyra. Egyptar, Grikk-
ir og Rómverjar til forna lögðu rækt við föðurlandsást og menn
hafa jafnvel fundið dæmi um föðurlandsást enn fyrr, t.d. hjá íbú-
um í frjósama hálfmánanum.6 Svo skemmra sé seilst virðist föður-
landsástin hafa orðið Gunnari á Hlíðarenda að fjörtjóni.7
Föðurlandsást Grikkja og Rómverja fólst í tryggð við ríki eða borg-
ríki. Hins vegar beindist tryggð miðaldamanna lengstum að bæ,
borg eða hverjum þeim skika sem þeim fannst þeir tilheyra. Föður-
landið var einfaldlega staðurinn, bærinn eða landið þar sem maður
var fæddur. Þegar fram liðu stundir fór að bera meira á föðurlands-
ást sem beindist að heilu landi eða ríki. Föðurlandsást í þessum
skilningi efldist með Spánverjum, Frökkum og Englendingum á
fjórtándu og fimmtándu öld. Þannig má greina aukna áherslu á
föðurlandshetjuna sem skipaði stöðugt veglegri sess í bókmennt-
um.8 A sautjándu öld fer enn meira fyrir föðurlandsást og sjálfn
hugmyndinni um föðurlandsást og helst þessi þróun í hendur við
aukna þjóðemisvitund. Þótt upplýsing átjándu aldar hafi í raun frek-
ar verið alþjóðleg en þjóðleg stefna, ýtti hún margvíslega undir
bæði föðurlandsást og þjóðemisvitund. Aukin trú á framfarir, áhugi
á bókmenntum og þjóðtungum jók veg þessara hugmynda.9 10
Þjóðernisstefna: nýtt og tilbúið fyrirbæri
Ólíkt föðurlandsást er þjóðemisstefna tiltölulega nýtt fyrirbæri, sem
sumir telja að verði til í Vestur-Evrópu við lok átjándu aldar, en
aðrir öllu fyrr. Ágreiningur fræðimanna um tímasetningu kemur
aðallega til af mismunandi skilgreiningum á fyrirbærinu, þótt flest-
ir tengi upphaf þjóðernisstefnu við myndun nútíma þjóðríkja.
6 Emest Gellner, Nations and Nationalism, bls. 138. - Louis L. Snyder, Varicties
of Nationalism, bls. 39-53.
7 Sbr. 75. kapítula Njálu.
8 Eric J. Hobsbawm, Nations and Nationalism, bls. 14-17. - Louis L. Snyder,
Varieties of Nationalism, bls. 44-46.
9 Louis L. Snyder, Varieties of Nationalism, bls. 72-74. - Sjá einnig The Blackwell
Companion to the Enlightenment undir „progress", „patriotism" og „national-
ism".
10 Það sem skiptir hér meginmáli, eins og ráða má af viðfangsefni greinarinnar,
eru þær hugmyndir sem þjóðemisstefnan felur í sér, inntak hennar og mark-
mið. Hér er því ekki ætlunin að fjalla um við hvaða þjóðfélagslegu aðstaeður