Saga - 1996, Page 137
RÆTUR ÍSLENSKRAR ÞJÓÐERNISSTEFNU
135
Þær hugmyndir sem stefnan felur í sér hafa hins vegar skotið svo
djúpum rótum að við höfum tilhneigingu til að halda að fólk hafi
frá upphafi litið á sig sem meðlimi ákveðinnar þjóðar, að þjóðern-
istilfinningin hafi alltaf verið til. En hugtakið „þjóð", eins og menn
skilja það um þessar mundir, virðist vera tiltölulega nýtt af nálinni.
Eric J. Hobsbawm lítur svo á að nútímamerkingu orðsins „þjóð" sé
fyrst að finna á tímum frönsku byltingarinnar. Orðið hefur þá
einkum pólitíska merkingu og vísar til fólksins og ríkisins, ríkis í
anda frönsku og bandarísku byltinganna. Þjóðin var safn sjálfráða
borgara sem saman mynduðu ríki. Ríkið var pólitískt birtingarform
allra sjálfráða borgara. í hugtakinu „þjóð" fólst því hugmynd um
þátttöku þegnanna í stjóm ríkisins. Hvert ríki tilheyrði ákveðnu
landsvæði og þjóðin afmarkaðist á sama hátt. Hins vegar bar ekki
mikið á skilgreiningum á hverri einstakri þjóð, til dæmis með til-
vísun til tungu eða menningar, ólíkt því sem varð þegar líða tók á
nítjándu öldina.11 Þegar á leið fór þjóðernið að skipta meira máli.
Erá sjónarhóli þjóðernissinna varð ríkið til sem pólitísk eining á
grundvelli þess að þjóðin var til, en ekki öfugt. Þjóðin var til sem
ákveðin heild aðgreind frá umheiminum og óháð því hvort hún
átti sér ríki.12
Þessi gmndvallarhugmynd þjóðemissinna, að þjóðin sé náttúr-
legt fyrirbæri, segja sumir fræðimenn að sé blekking. Þjóð er sam-
þjóðemisstefna verður til, hvers vegna hún verður til eða hvaða þjóðfélags-
legu áhrif hún hefur. í því sambandi má þó benda á eftirfarandi rit: John
Breuilly, Natiomlism and the State. - Emest Gellner, Nations and Nationalism. -
Eric J. Hobsbawm, Nations and Nationalism. - Miroslav Hroch, Social Precon-
ditions of National Revival in Europe. - A. D. Smith, Theories of Nationalism.
Mikið hefur verið skrifað um þjóðemisstefnu á íslandi undanfarin ár. Um
forsendur þjóðemisstefnu á íslandi má benda á: Guðmundur Hálfdanarson,
Old Provinces, Modem Nations og Gunnar Karlsson: „Icelandic Nationalism
and the Inspiration of History". Ennfremur hefur nokkuð verið fjallað um
áhrif íslenskrar þjóðemisstefnu, sjá grein Guðmundar Jónssonar, „Þjóðemis-
stefna, hagþróun og sjálfstæðisbarátta" þar sem hann fjallar um áhrif ís-
lenskrar þjóðemishyggju á efnahagsstefnu íslendinga og grein Amars Guð-
mundssonar, „Mýtan um ísland", þar sem gerð er grein fyrir áhrifum þjóð-
emishyggju á íslenska stjómmálaumræðu samtímans.
11 Eric J. Hobsbawm, Nations and Natiomlism, bls. 14-21.
Sama heimild, bls. 23-24. Hins vegar var ekki svo að mati frjálslyndra 19.
aldar manna (sem höfðu hvað mest áhrif í andlegum efnum á þessum tíma)
að allar þjóðir gætu myndað ríki, né heldur að öll ríki væru ein þjóð; sjá frek-
ar sama heimild, bls. 23-45.