Saga - 1996, Side 138
136
RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
kvæmt þessari skoðun „ímyndað samfélag" eins og Benedict And-
erson hefur komist að orði, tilbúið fyrirbæri og afsprengi þjóðern-
isstefnu.13 Ernest Gellner er sömu skoðunar:
Þjóðir eru goðsagnakennd fyrirbæri; það er goðsögn að mann-
kynið greinist eðli sínu samkvæmt og fyrir Guðs tilstilli í
þjóðir, sem séu óhjákvæmileg pólitísk örlög þess. Þjóðemis-
stefnan, sem ýmist breytir menningarsamfélögum í þjóðir,
býr þau til eða útrýmir þeim, er aftur á móti raunvemlegt
fyrirbæri.14
Aðrir fræðimenn telja hins vegar að þjóð sé raunverulega til, að
þjóð sé ekki skilgetið afkvæmi þjóðemisstefnu, heldur öfugt; fyrst
komi þjóðin og síðan þjóðernisstefnan.15 Hvað sem því líður eru
flestir sammála um að hvort tveggja, þjóð og þjóðemisstefna, eigi
sér tiltölulega skamma sögu.
Inntak þjóðernisstefnu
Þjóðemisstefna byggir á tveimur gmnnhugmyndum um þjóðina;
önnur leggur áherslu á þjóðina sem pólitíska einingu, hin á þjóðina
sem menningarlegt fyrirbæri.
Hugmyndir af fyrra taginu getur, sem fyrr greinir, að líta hjá
hugmyndafræðingum frönsku og bandarísku byltinganna. í mann-
réttindayfirlýsingum frönsku byltingarinnar kemur fram sú skoð-
un að sérhver þjóð sé eðli sínu samkvæmt sjálfstæð og sjálfráða
eða fullvalda. Valdið skyldi vera hjá þjóðinni og enginn gat ráðið
yfir henni nema í umboði hennar.16 Þessi skilningur á þjóðinni átti
rætur að rekja til hugmynda ýmissa upplýsingarmanna en þann
skilning að valdhafar þjóðarinnar stjórnuðu í umboði hennar er
13 Benedict Anderson, Imagined Communities, bls. 15-16. - Emest Gellner, Nat-
ions and Nationalism, bls. 48-49. Eric J. Hobsbawm tekur undir þessa skoðun
sbr. rit hans Nations and Nationalism, bls. 9-10.
14 „Nations as a natural God-given way of classifying men, as an inherent though
long-delayed political destiny, are a myth; nationalism, which sometimes
takes pre-existing cultures and tumsihem into nations, sometimes invents
them, and often obliterates pre-existing cultures: that is a reality." Ernest
Gellner, Nations and Nationalism, bls. 48-49.
15 Sjá t.d. Miroslav Hroch, Social Preconditions, bls. 3-5.
16 Eric J. Hobsbawm, Nations and Nationalism, bls. 17-21. - Elie Kedourie, Nat-
ionalism, 12.