Saga - 1996, Page 141
RÆTUR ÍSLENSKRAR ÞJÓÐERNISSTEFNU 139
þýða nákvæmlega af einni tungu á aðra. Það var því fyrst og síðast
tungumálið sem ákvarðaði þjóðerni. Þeim mun hreinni sem tung-
an er/ þeim mun betur varðveitist þjóðarandinn. Af þeim sökum
var þýskum fræðimönnum kappsmál að rannsaka tungu þýsku
þjóðarinnar sem og annað það sem þeir töldu að varðveitti anda
þjóðarinnar, svo sem sögu hennar, lög og stofnanir.23
Þótt hugmyndir þessara Þjóðverja um þjóðir og þjóðerni hafi
upprunalega ekki verið pólitískar má segja að þær hafi falið í sér
pólitíska kröfu um að sérhver þjóð myndaði ríki. Ef ein þjóð var
sett undir aðra var þjóðemi hennar í hættu og ef þjóðin var ekki
sameinuð í eitt ríki átti hún erfiðara með að sinna þessum skyldum
sínum. Til þess að sérhver þjóð gæti sem best lagt rækt við sér-
kenni sín hlaut að vera mikilvægt að hún ætti sér ríki.24
Þjóðemisstefna byggir því á tveimur gmnnhugmyndum um þjóð-
ma, frönsku hugmyndinni um pólitískt vald þjóðarinnar og hug-
íuynd rómantískra Þjóðverja um þjóð sem náttúrlegt fyrirbæri sem
beri að leggja rækt við og varðveita. Þegar einvaldir konungar fólu
valdið í hendur þjóðinni eftir frönsku byltinguna gat þjóðin valið
ser stjórnarfar. Konungsríki einveldisins vom iðulega samsett úr
ólíkum landsvæðum sem oft fengu að halda sérkennum sínum.
Þegar þjóðin hafði fengið valdið í sínar hendur varð hins vegar
mikilvægt að hún liti á sjálfa sig sem eina heild; þjóðin var nú sam-
kvæmt skilgreiningu „ein og ódeilanleg". En aukin þjóðemisvakn-
lng í Evrópu gerði að verkum að upp risu hópar sem litu á sig sem
þjóðir óháð því hvort landamæri þeirra fóm saman við landamæri
gömlu konungsríkjanna. Þegar fram liðu stundir höfðu þessar breyt-
mgar í för með sér talsverða endurskoðun á evrópskri ríkjaskipan,
°8 sér reyndar ekki fyrir endann á þeim breytingum enn. í sumum
^kjum, eins og í Frakklandi, héldust landamæri óbreytt frá því sem
verið hafði þegar ólík þjóðabrot byggðu Frakkland og til varð frönsk
23 Stanley I. Benn, „Nationalism", bls. 443. - Elie Kedourie, Nationalism, bls. 58-
68. - Louis L. Snyder, Varieties of Nationalism, bls. 82-88.
24 Fræðimenn eru eklci á eitt sáttir um hvort þeir rómantísku Þjóðverjar sem
hér hefur verið fjallað um hafi lagt áherslu á nauðsyn þess að þýsk þjóð, sem
þeim var öllum umhugað um að varðveita, hafi nauðsynlega átt að samein-
ast í eitt ríki. Þannig heldur Elie Kedourie því t.a.m. fram að Herder og Fichte
hafi fundist mikilvægt að sérhver þjóð ætti sér ríki, sbr. rit hans, Nationalism,
bls. 58-59, 68. Annar fræðimaður, John Plamenatz, heldur því hins vegar
fram að þjóðemisstefna Herders hafi ekki verið pólitísk. Sjá ritgerð hans
„Two Types of Nationalism", bls. 26.