Saga - 1996, Page 142
140
RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
þjóð. í Þýskalandi og á ftalíu urðu þessar væringar hins vegar til
þess að ný ríki mynduðust á grunni margra smáríkja. Enn önnur
ríki sundruðust, eins og Danaveldi.25 Þjóðernisstefnan hafði því
ólík og margháttuð áhrif á gömlu konungsveldin. Að sama skapi
kröfðust þjóðir (samfélög sem álitu sig þjóðir eða talsmenn þjóða)
sjálfsforræðis af ólíkum ástæðum, enda voru kröfur réttlættar með
ólíkum rökstuðningi.
Að svo komnu máli er rétt að freista þess að skilgreina hugtakið
„þjóðernisstefna". Einhlít skilgreining er ekki til, enda hafa fræði-
menn með ólíkar kenningar beitt mismunandi skilgreiningum til að
komast að ólíkum niðurstöðum. Flestir leggja hins vegar áherslu á
þjóðemisstefnu sem pólitíska stefnu eða hreyfingu. Þannig skil-
greinir Ernest Gellner hana fyrst og fremst sem sannfæringu um að
pólitísk landamæri skuli fara saman við landamæri þjóðarinnar.26 í
skilgreiningunni felst því skilyrði um að þjóðernissinnar geri þá
kröfu að þjóðin sé stjórnarfarslega sjálfstæð eining. Aðrir leggja
hins vegar fyrst og fremst áherslu á að þjóðemisstefna sé menning-
arlegt fyrirbæri þar sem þunginn hvíli á varðveislu þjóðlegrar menn-
ingar.27 í þessari ritgerð verður skilgreining Gellners á pólitískri
þjóðemishyggju lögð til gmndvallar. Hún er kjölfestan í þeim fræði-
legu verkum sem fást við pólitíska þjóðemisstefnu, enda virðist
hún vel samrýmanleg því sem áður er sagt um þróun þjóðemis-
stefnu á síðari hluta átjándu aldar og nítjándu öld.28 Þetta er sá
25 Guðmundur Hálfdanarson, Old Provinces, Modem Nations, bls. 2-9. - Louis
L. Snyder, Varieties of Nationalism, bls. 82. - Stanley I. Benn, „Nationalism",
bls. 444-45.
26 Emest Gellner, Nations and Nalionalism, bls. 1. Skilgreiningin hljóðar svo:
„Nationalism is primarily a principle which holds that the political and nation-
al unit should be congruent."
27 Til dæmis mætti nefna skilgreiningu Johns Plamenatz sem útleggur þjóðern-
isstefnu sem ákveðna viðleitni til að varðveita eða renna stoðum undir þjóð-
leg eða menningarleg sérkenni þjóðar, þegar tilvist þeirra er ógnað, eða ákveðna
Iöngun til að breyta eða jafnvel skapa þjóðleg eða menningarleg sérkenni þar
sem þess er talin þörf. Sjá ritgerð hans, „Two Types of Nationalism", bls.
23-24.
28 Sem dæmi um höfunda sem taka ekki einasta undir þessa skilgreiningu
Gellners heldur nota hana í allri umfjöllun sinni um þjóðemisstefnu má
nefna John Breuilly, Nationalism and the State, bls. 3. - Eric J. Hobsbawm, Nat-
ions and Nationalism, bls. 9. Ennfremur er þessi skilningur á þjóðemisstefnu
lagður til gmndvallar í nýlegri sýnisbók um þjóðemisstefnu. Sjá: NationaUsm,
bls. 4-5.