Saga - 1996, Qupperneq 144
142
RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
gerður fulltrúi íslenskra átjándu aldar menntamanna. Eins og aðrir
upplýsingarmenn hafði Eggert áhyggjur af bágu ástandi landsins.
Hann fann sökina hjá landslýð og vandaði honum ekki kveðjurnar.
Lýðurinn var „fárátt lið", þjakað af „sudda-drungnum daufum önd-
um".31 Hjátrú og hindurvitni, iðjuleysi og óhirða, framtaksleysi og
rótgróinn íhaldsvani landsmanna stóðu öllum framförum fyrir þrif-
um. Geðslag fólksins í landinu átti sök á volæðinu. Slæm lands-
stjórn og bágt verslunarfyrirkomulag lögðu þó sitt af mörkum.32
Eymdin var hins vegar ekki landinu sjálfu að kenna, þvert á móti.
í Búnaðarbálki, sem var líklega vinsælasta kvæði Eggerts, sannfærir
náttúran og háttalag dýranna hina ungu söguhetju um að hann
geti vel komist af í landinu, líkt og fommenn sem undu hér glaðir
við sitt.33 Kvæðið fjallar um „það hvemig góðir bændur kunni að
lifa glaðir og vel ánægðir, og hafa alls konar nægtir á íslandi, af
hlunnindum þeim er þar brúkast nú, eður að nýju brúkast koma,
og í öllu því að sýna dugnað og elsku föðurlandinu."34 Með því að
lesa búnaðarrit, sem kenna mönnum að nýta hlunnindi landsins,
rækta trúna og forðast hjátrú geta menn lifað góðu lífi á íslandi.35
Skoðanir Eggerts á orsök eymdarinnar í landinu og þær leiðir
sem hann hyggur bestar til úrbóta eru því mjög í anda upplýsing-
arinnar. Svipaðar skoðanir má lesa hjá öðmm íslenskum upplýs-
ingarmönnum.36 Eins á Eggert það sammerkt þeim að vera íhalds-
samur í þjóðfélagslegum efnum. Breytt þjóðfélag var ekki lykillinn
að framfömm heldur átti að bæta ástandið innan ríkjandi þjóð-
skipulags.37 Eggert ræðir á þessum nótum í brúðkaupssiðabók sinni
31 Eggert Ólafsson, Kvæði [1832], bls. 32-34.
32 Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssomr og Bjarna Pálssonar, I, bls. 87-88
og 225. í kvæðinu ísland fjallar Eggert ennfremur um orsök eymdarinnar í
landinu, sbr. Eggert Ólafsson, Kvæði [1832], bls. 19-26.
33 Sama heimild, bls. 34-37.
34 Sama heimild, bls. 38.
35 Sama heimild, bls. 38-50.
36 Sjá t.d. Guðmundur Hálfdanarson, „Verði ljós!", bls. 201-205, og Ingi Sig-
urðsson, „Upplýsingin og áhrif hennar á íslandi", bls. 27.
37 Hér er átt við upplýsinguna á íslandi, sem á þetta sammerkt með upplýsing-
unni í Þýskalandi og Danmörku, en þar þreifst upplýsingarstefnan að miklu
leyti undir vemdarvæng stjómarinnar. Sjá Ole Feldbæk, Danmarks historie,
bls. 229. - Ingi Sigurðsson, „Upplýsingin og áhrif hennar á fslandi", bls.
27-37. - Joachim Whaley, „The Protestant Enlightenment in Germany", bls.
112-13.