Saga - 1996, Síða 147
RÆTUR ÍSLENSKRAR ÞJÓÐERNISSTEFNU 145
ísland var seld konungi.49 Hagur landsins fór enn versnandi. Svo
skiptust á skin og skúrir þótt aldrei hafi birt alveg til og lýsingin á
samtíð Eggerts var ekki fögur. Öldin var full af efa og ómennsku;
börnin sem ísland fæddi í ellinni kallaði hún örverpi. Svartsýnin
var þó ekki alger, því ísland sá fyrir sér viðreisn landsins; framfarir
voru í sjónmáli og það fór ekki á milli mála að sú framtíð sem land-
ið sá fyrir sér skyldi reist á fomum gmnni. Hún saknaði: „frægra
forðum fyrirmanna lands" og hún saknaði fomu þinganna.50
Sú skoðun Eggerts að þjóðveldistíminn hafi verið blómatími þjóð-
arinnar var ekki viðtekin á þessum tíma. í Arnbjörgu, eftir mág
Eggerts og vin, Bjöm Halldórsson, er þannig mælst til þess að hús-
mæður kenni bömum sínum að „vorir forfeður [hafi verið] grimmir
heiðingjar, sem iðkuðu mannablót og marga afskaplega lesti í trú-
arbragða skyni".51 Eins mun Magnús Stephensen, einn helsti full-
Wi upplýsingarstefnunnar, hafa litið þetta tímabil íslandssögunn-
ar homauga. Takmarkaður áhugi hans á útgáfu fomsagnanna ber
afstöðu hans frekara vitni.52
Sérstaða Eggerts á átjándu öldinni er ótvíræð. Það kemur því ekki
á óvart að þjóðemissinnar á nítjándu öld skyldu leita fyrirmyndar
hjá honum. Hann var einlægur föðurlandsvinur og ást hans á fóst-
urjörðinni var djúp. En ást hans beindist ekki einungis að fóstur-
jörðinni, því þjóðin sjálf var honum hugleikin. Hann vildi varðveita
fornan og glæstan menningararf þjóðarinnar og hann sá fyrir sér
endurreisn landsins á þessum foma gmnni. Hann hafði áhuga á
viðhaldi tungunnar og horfði með söknuði til liðins tíma þegar
49 Það er reyndar athyglisvert að þrátt fyrir þá konunghollustu Eggerts sem
fjallað var um að ofan virðist hann sýta þessi örlög landsins.
50 Eggert Ólafsson, Kvæði [1832], bls. 11-29. í öðru kvæði Eggerts, Mánamálum,
kemur fram svipuð söguskoðun og í íslandi, og þar er líka horft með söknuði
til þinganna. Sjá Eggert Ólafsson, Kvæði [1832], bls. 81-83. Af þessum um-
mælum Eggerts hefur Vilhjálmur Þ. Gíslason ályktað, með nokkrum fyrirvara,
að Eggert hafi spáð fyrir um endurreisn alþingis. Sjá rit hans Eggert Ólafsson,
bls. 378. Slíkt virðist ólíklegt, að minnsta kosti er útilokað að hann hafi von-
ast eftir að hér yrði komið á fót innlendu ráðgjafarþingi, hvað þá löggjafar-
samkundu eins og raunin varð þegar alþingi var endurreist á 19. öld. Kröfur
um slíkar samkundur voru ekki á dagskrá í tíð Eggerts og sjálfur var hann
sem fyrr getur hliðhollur einveldinu.
Bjöm Halldórsson, Ambjörg, bls. 33.
52 Helgi Magnússon, „Fræðafélög og bókaútgáfa", bls. 201. - Ingi Sigurðsson,
„Sagnfræði", bls. 260-62.
10-SAGA