Saga - 1996, Side 149
RÆTUR ÍSLENSKRAR ÞJÓÐERNISSTEFNU
147
félaga sínum ráðist í útgáfu tímaritsins Ármanns á Alþingi sem átti
að efla hag bændastéttarinnar og fósturjarðarinnar.56
Skoðanir Baldvins Einarssonar og hugmyndir um ástandið í land-
inu og leiðir til úrbóta eru að mörgu leyti líkar hugmyndum og
skoðunum Eggerts Ólafssonar. Baldvin var upplýsingarmaður eins
°g rit hans Ármann á Alþingi vitnar um.57 Boðskapur ritsins var
skýr. Rótgróinn vani, áræðisleysi og ótti við breytingar stóðu fram-
förum fyrir þrifum. Menn halda í „sína gömlu siði, en hafa óbeit á
nýjungum; þeir eru iðnir og trúfastir og vanafastir; en eigi fróðir,
°8 lítt gefnir fyrir bækur."58 Með því að lesa búnaðarrit og fræðast
um betri búskaparhætti mátti bæta ástandið, því landið hafði upp
á góðan kost að bjóða. Upplýsingin var leiðin til framfara.59 Með
Armanni á Alþingi lagði Baldvin sitt af mörkum til upplýsingar
landsmönnum; meginuppistaða ritsins var umfjöllun um bjarg-
ræðisvegi landsins. Viðleitni Baldvins sver sig því mjög í ætt við
fyrri verk íslenskra upplýsingarmanna. En hann gerir sér grein fyr-
ir takmörkuðum árangri forvera sinna. Öll betrun hjá þjóðum verð-
ur að „koma að innan og ekki að utan ef hún á að verða að nokkru
gagni", segir Baldvin í bréfi til vinar síns.60 Þess vegna vill Baldvin
eindregið efla félagsandann meðal bændastéttarinnar.61
En félagsandinn átti ekki að knýja á um róttækar þjóðfélagslegar
breytingar. Hver maður hafði vissan stað í þjóðfélaginu, sem „for-
sjónin" hafði úthlutað honum, og hann átti að haga sér í samræmi
við þessa stöðu. Hann skyldi uppfylla þær skyldur sem Guðs orð
uppálagði og leggja sig fram um að ná fullkomnun í því kalli sem
honum hafði fallið í skaut.62 Ekki hillti undir einstaklingsfrelsi. Þvert
á móti hafði Baldvin áhyggjur af agaleysi í samfélaginu. Óhlýðni
vinnuhjúa, segir hann, stefnir velferð landsins í hættu. Hann sakn-
ar meiri hlýðni undirmanna við yfirvöld sín og andstaða hans við
lausamennsku var afdráttarlaus; í lausamennsku venjast menn á
56 Sbr. innganginn í Ármanni á Alþingi I, (1829), bls. iii-viii.
57 Ármann á Alþingi I, (1829), bls. iii-viii.
58 Ármann á Alþingi I, (1829), bls. 4-5. Ármann á Alþingi II (1830), bls. iv.
59 Ármann á Alþingi I, (1829), bls. 72-80, 175. - Ármann á Alþingi II (1830), bls.
50-51.
60 Bréfið er prentað í Skrifarinn á Stapa, bls. 51.
61 Sjá til dæmis Ármann á Alþingi II (1830), bls. 50-51, en einnig tilganginn með
ritinu sem fjallað er um að framan.
62 Ármann á Alþingi I (1829), bls. 11, 22-60,178-79. - Ármann á Alþingi II (1830),
bls. 58.