Saga - 1996, Side 157
RÆTUR ÍSLENSKRAR ÞJÓÐERNISSTEFNU 155
aftur til íslands."87 Svona farast Tómasi orð, og Jónas Hallgrímsson
tjáir þessa sömu tilfinningar í bundnu máli.88
Astin sem Fjölnismenn báru til þjóðarinnar sjálfrar var ekki síður
djúp og innileg en föðurlandsástin. Þeir lögðu ofurkapp á að sýna
löndum sínum fram á að íslenska þjóðin væri stórmerk og þess
vegna bæri landsmönnum að leggja rækt við menningu hennar,
tungu og sögu. En líkt og Eggerti og Baldvini fannst Fjölnismönn-
um Islendingar vera „í mörgu úrættir"; íslendingar máttu sín mest
í fornöld, enda var þjóðveldið gullöld í sögu þjóðarinnar. Fomsög-
urnar vitnuðu um glæsta fortíð, en án þeirra yrðu ekki einasta
Norðurlöndin daufleg heldur mundu þær skilja eftir í sögu mann-
kyns álíka skarð og ef stjörnufræðinginn vantaði leiðarstjömuna,
því fáar þjóðir jafn mannfáar em „merkilegri í forlögum sínum en
Islendingar hinir fornu vora".89 Bókmenntir miðaldamanna vom
merkar; á þeim valt heiður þjóðarinnar. En bókmenntum þjóðar-
innar hafði hrakað, líkt og andlegu atgervi landsmanna, og Fjölnis-
menn hikuðu ekki við að láta gagnrýni sína í ljós.90
Fjölnismönnum var eins og Baldvini og Eggerti annt um íslenska
tungu. „Við finnum, að hin íslenska tunga er sameign okkar allra
saman, og við finnum, að hún er það besta sem við eigum; þess
vegna biðjum við meðeigendur okkar, að skemma hana ekki fyrir
okkur", segir Konráð í fjórða árgangi Fjölnis,91 Líf þjóðarinnar var
háð varðveislu tungunnar: „Málið er eitt af einkennum mannkyns-
ins, og æðsti og ljósasti vottur um ágæti þess, og málin era höfuð-
einkenni þjóðanna. Engin þjóð verður fyrri til enn hún talar mál
útaf fyrir sig, og deyi málin deyja líka þjóðimar, eða verða að
87 Tómas Sæmundsson, Ferðabók, bls. 288. - „Fjölnir", Fjdlnir I (1835), bls. 3. -
„Úr brjefi frá íslandi", Fjölnir I (1835), bls. 49.
88 Dæmin eru mýmörg, en sem hægast mætti nefna ljóðin íslands minni og
Gunnarshólma. Sjá Ritverk Jónasar Hallgrímssonar, I, bls. 77-79,108.
89 Sbr. t.d. „Eptirmæli ársins 1835", Fjölnir II (1836), bls. 49. - „Fjölnir", Fjölnir I
(1835), bls. 3-4. - „Fjölnir", Fjölnir IV (1838), bls. 17-18. Þessi skoðun kemur
jafnframt berlega fram í ljóði Jónasar Hallgrímssonar ísland sem biritst í 1. ár-
gangi Fjölnis.
90 f flestum árgöngum Fjölnis er að finna óvægna gagnrýni á bókmenntir lands-
manna, en frægust er tvímælalaust gagnrýni Jónasar Hallgrímssonar, „Um
rímur af Tristani og Indíönu", Fjölnir III (1837), bls. 18-29.
91 „Ágrip af ræðu áhrærandi íslenzkuna", Fjölnir IV, 1, (1838), bls. 24.