Saga - 1996, Page 158
156 RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
annarri þjóð".92 í Fjölni var því lagt ofurkapp á að bæta, hreinsa og
leggja rækt við tunguna.93 Markvissasta viðleitnin voru ítarlegir
stafsetningarþættir Konráðs Gíslasonar þar sem hann gerir í smá-
atriðum grein fyrir stafsetningarnýmælum sínum.
Hugmynd Fjölnismanna um mikilvægi þess að varðveita íslenska
menningu var í sjálfu sér engin nýjung, eins og samanburður við
Eggert og Baldvin sýnir. Hins vegar bera þeir kennimark nýrra
tíma. Fjölnismenn voru undir sterkum áhrifum frá þýskri róman-
tík, sem marka má af þeim hugmyndum sem tjáðar eru í ritinu og
efnisvali. Fjölnismenn voru kunnugir verkum þýskra rómantískra
skálda og rithöfunda; í Ferðabók Tómasar Sæmundssonar er gerð
grein fyrir þróun þýskra bókmennta og vísinda undanfarinna ára.
Þar ber á góma nöfn eins og Schiller, Goethe, Tieck, Heine, Kant,
Fichte, Herder, Schelling og Hegel.94 Aukin heldur birtust í Fjölni
þýðingar úr verkum Tiecks og Heines.
Aldrei fyrr hafði jafn þung og mikil áhersla verið lögð á varð-
veislu þjóðlegrar menningar. Þjóðemisvakningin og efling þjóðar-
andans var að mati Fjölnismanna mikilvægasta verkefnið og nauð-
synleg forsenda framfara, ef ekki takmark í sjálfu sér. Ef til vill
kemur þessi afstaða þeirra skýrast fram í eftirfarandi lögum þeirra:
„Islendingar viljum vér allir vera, vér viljum vernda mál vort og
þjóðemi og vér viljum hafa alþingi á Þingvelli." Brynjólfur Péturs-
son skýrði þessi lög nánar í bréfi til bróður síns. „Fyrst er að vilja
vera Islendingur sjálfur í öllum greinum, síðan er að reyna að koma
því inn hjá öðmm - hjá þjóðinni - að vemda málið og þjóðemið.
Til þess finnst félaginu það gott ráð, að hafa alþingi á Þingvelli."95
En lögin og útlegging Brynjólfs em ekki aðeins góð heimild um
áherslu Fjölnismanna á að efla þjóðemisvitund landsmanna, heldur
einnig mikilvæg til skilnings á afstöðu þeirra til endurreisnar al-
þingis.
Strax í innganginum að fyrsta árgangi Fjölnis kemur fram sú skoð-
im að framfarir velti á stjómarfarinu. Ef frelsi þjóðar er heft, annað-
hvort af valdsælnum konungum eða öðmm þjóðum, deyr þjóðar-
andinn.96 Því segir Tómas Sæmundsson að fáir atburðir hafi leitt
92 „Fjölnir", Fjölnir I (1835), bls. 11.
93 Sbr. Kjartan G. Ottósson, íslensk málhreinsun, bls. 66.
94 Tómas Saemundsson, Ferðabók, bls. 110-35.
95 Brynjólfur Pétursson, Bréf, bls. 58.
96 „Fjölnir", Fjölnir I (1835), bls. 9-10.