Saga - 1996, Page 159
RÆTUR ÍSLENSKRAR ÞJÓÐERNISSTEFNU
157
eins margt gott af sér og franska byltingin og kvartar undan því að
landsmenn sýni þeirri nýju stjórnskipun sem byltingin gat af sér
lítinn áhuga.97 Kostir hennnar séu ótvíræðir eins og sagan beri
vitni, því þá hafi þjóðirnar komist hæst „þegar þær hafa fengið að
taka þátt í löggjöfinni".98 í ávarpi Jónasar Hallgrímssonar til stétta-
þingsins í Viborg má sjá svipaðar skoðanir; hag þjóða er best borg-
ið stjórni þær sér sjálfar, enda blómstraði ísland á þjóðveldisöld.
En Island komst undir erlend yfirráð; fólkið hafði ekki lengur tæki-
faeri til að koma skoðunum sínum á framfæri og hagur landsins
versnaði. Tilgangur þessara orða var að afla fylgis hugmyndinni
um að Islendingar fengju ráðgefandi þing á íslandi.99
Fjölnismenn börðust, eins og Baldvin, fyrir innlendu ráðgjafar-
þingi sem þeir vildu endurreisa á Þingvöllum. Alþingismálið, skrif-
ar Tómas félögum sínum árið 1834, er hið „mikla viðfangsefni okk-
ar tíma".100 Og þegar konungur lýsti yfir vilja til að kanna mögu-
leika á endurreisn alþingis árið 1840 fögnuðu Fjölnismenn mjög.
Brynjólfur Pétursson skrifar í fréttum Skímis árið 1841 að þessi
merkilegi konungsúrskurður muni koma til með að stuðla að mikl-
um framförum í landinu og Jónas tjáir viðbrögð sín í Ijóðinu Alþing
hið nýja.m
Ahugi Fjölnismanna á endurreisn alþingis hefur tvímælalaust kom-
ið til af ósk um aukið pólitískt vald handa þjóðinni. Aukin þátttaka
þjóðarinnar í stjóm landsins mundi vekja og styrkja félagsandann
með þjóðinni, en félagsandinn væri ómissandi til eflingar og vel-
gengni þjóðarinnar. Með ráðgefandi þingi í landinu fannst Fjölnis-
mönnum, líkt og Baldvini, að ýtt yrði undir framfarir í landinu.102
En áhuginn á endurreisn alþingis kom ekki til af einni saman
óskinni um aukið pólitískt vald til handa íslensku þjóðinni. Eins og
sjá má af lögunum sem Fjölnismenn settu sér og vísað var til hér að
framan, kom hann ekki síður til af áherslu þeirra á þjóðemisvakn-
97 „Fjölnir", Fjölnir IV, 1 (1838), bls. 18-19.
98 „Úr brjefi frá íslandi", Fjölnir 1,1 (1835), bls. 83-84.
99 „Ávarp til stéttaþingsins í Vébjörgum", Ritverk Jónasar Hallgrímssonar I, bls.
344-46.
100 Tilvitnun í Aðalgeir Kristjánsson, Brynjólfur Pétursson, bls. 43.
101 Sbr. Aðalgeir Kristjánsson, Brynjólfur Pétursson, bls. 167. Ljóð Jónasar birtist í
Fjölnir VI (1843), bls. 7-10.
102 Sbr. orð Jónasar Hallgrímssonar í ritgerðinni „Fáein orð um hreppana á fs-
landi", Fjölnir 1,1 (1835), bls. 31.