Saga - 1996, Page 161
RÆTUR ÍSLENSKRAR ÞJÓÐERNISSTEFNU
159
vera frjálsar undan valdi hvort heldur konunga eða annarra þjóða,
°g þar hafa þeir vafalaust haft ísland í huga fyrst og fremst.105 í
öðru lagi kemur berlega fram í málflutningi Fjölnismanna að þeir
vildu að konungur afsalaði sér einveldinu, að fullveldið kæmist í
hendur þjóðarinnar. Og þegar Fjölnismenn sjá fyrir að Danakon-
ungur afsali sér stjóminni í hendur þegnunum virðist ljóst að þeir
hafa í huga að íslendingar fái þau völd sem snúa að stjóm lands-
ins, en ekki danskir þegnar konungs.
Þessi skilningur kemur a.m.k. fram hjá Fjölnismanninum Brynjólfi
Péturssyni þegar að því kom að konungur afsalaði sér einveldinu
arið 1848. Þegar hér var komið sögu vom þeir Tómas og Jónas
fallnir frá, en afskipti Konráðs og Brynjólfs af málefnum íslands
héldu áfram.106 Afstöðu Brynjólfs til þess hvemig sambandi ís-
lands og Danmerkur skyldi hagað við afnám einveldisins má lesa
úr álitsgerð sem hann skrifaði fyrri hluta árs 1849.107 Þar segir hann
að hægt sé að haga samskiptum íslands og Danmerkur á þrjá vegu.
I fyrsta lagi komi til greina að réttindi íslands verði eins og réttindi
annarra héraða í ríkinu; alþingi verði lagt niður og íslendingar
sendi nokkra fulltrúa á þing Dana. Þessa leið telur Brynjólfur vera
dauðadóm yfir íslandi. í öðm lagi, segir Brynjólfur, kemur til greina
að Island verði óaðskiljanlegur hluti Danaveldis en landið hafi eig-
in stjóm og sérstaka löggjafarsamkundu. í þessu samhengi benti
Brynjólfur á að nú, þegar kommgur hefði afsalað sér einveldi, mundu
margir eflaust vera þeirrar skoðunar að Gamli sáttmáli væri aftur
kominn í gildi, en samkvæmt honum áttu íslendingar að hafa með
höndum löggjafarvaldið, dómsvaldið og stjórn landsins. Brynjólfur
segist ekki telja að íslendingar ættu að ganga svo langt í aðskilnaði
við Dani. Þriðji möguleikinn sem Brynjólfur nefnir var sú leið sem
hann taldi vænlegast að fara, bæði fyrir ísland og ríkisheildina.
105 Sbr. t.d. „Fjölnir", Fjölnir I (1835), bls. 9-10. - „Ávarp til stéttaþingsins í Vé-
björgum", Ritverk Jónasar Hallgrímssonar I, bls. 344-46.
106 Þannig voru þeir t.a.m. báðir tilnefndir til setu á Grundvallarlagaþingi Dana
fyrir hönd íslands árið 1848. Sjá Aðalgeir Kristjánsson, Endurreisn alþingis,
bls. 159. Brynjólfur hafði ennfremur um nokkurt skeið verið starfsmaður
skrifstofu íslandsmála rentukammersins í Kaupmannahöfn og í kjölfar þeirra
breytinga sem urðu í stjómkerfi Dana við fall einveldisins varð Brynjólfur
forstöðumaður íslensku stjómardeildarinnar í innanríkisráðuneytinu. Sjá
Aðalgeir Kristjánsson, Brynjólfur Pétursson, bls. 106-10,207-208.
107 Álitsgerðin er varðveitt í eiginhandriti Jóns Sigurðssonar, en hefur verið birt
í „Álitsskjöl og tillögur um stjóm íslands. Frá ársbyrjun 1849".