Saga - 1996, Page 162
160
RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
Brynjólfur leggur til að ísland verði sjálfstæður ríkishluti; hann tal-
ar um „provindsiel Selvstændighed". Það sem hann hefur í huga
er að íslendingar fái löggjafarvald, „ásamt konungi að sjálfsögðu",
í þeim málum er snerti landið sérstaklega. Brynjólfur gerði síðan
ráð fyrir að íslendingar fengju hlutdeild í ákvörðunum um almenn
mál ríkisins í samræmi við hlutfallslegan fólksfjölda landsmanna í
ríkinu.108
Tillögur Brynjólfs um samskipti íslands og Danmerkur bera með
sér að hann vildi að ísland væri sjálfstæð stjómarfarsleg eining í
þeim málum er snertu landið sérstaklega. Hann gengur þó ekki
alla leið, því óskir hans fela ekki í sér skýra kröfu um fullveldi
landsins. Hins vegar er hugsanlegt að Brynjólfur hafi í raun viljað
fara þessa leið, sem hann nefnir vissulega í upptalningu sinni og sam-
tímamaður hans, Jón Sigurðsson, hafði boðað árinu fyrr í „Hug-
vekju til íslendinga".109 Nokkrum ámm áður, eða árið 1843, hafði
Brynjólfur þannig skrifað í bréfi til bróður síns: „Það sé ég að verð-
ur mestur munurinn milli okkar Jóns Sigurðssonar í því - þó við
viljum báðir sama „Resultat" - að hann vill ná því með illu að
stríða við stjóm Dana, og þykir nóg, ef hún fæst til að láta undan
með illu eða góðu".110 Það er hugsanlegt að einmitt vegna þess að
Brynjólfur vildi ekki stríða við dönsk stjómvöld, sem vom vinnu-
veitendur hans, hafi hann ekki talið rétt að svo komnu máli að bera
fram róttækari kröfur en þær sem hann bar fram í álitsgerðinni.
Af framansögðu má álykta að það hafi verið sannfæring Fjölnis-
manna að pólitísk landamæri ættu að fara saman við landamæri ís-
lensku þjóðarinnar. Þessa niðurstöðu verður þó að hluta til að leiða
af líkum, því afstöðuna er ekki beinlínis hægt að lesa úr skrifum
Fjölnismanna, annarra en Brynjólfs. Og jafnvel afstaða Brynjólfs
liggur ekki í augum uppi. Þjóðemisstefna, eins og hún þróaðist á
fyrri hluta nítjándu aldar í Evrópu, var eins og áður er getið fyrst
og fremst gmnduð á tveimur hugmyndum um þjóðina: hugmynd
um pólitískt vald þjóðarinnar annars vegar, en varðveislu þjóðlegr-
ar menningar hins vegar. Þjóðemisstefna Fjölnismanna byggist á
þessum tveimur hugmyndum um þjóðina, þótt kröfur þeirra um
pólitískt vald þjóðarinnar séu óljósar, svo óljósar að tæpast er hægt
að kalla stefnu Fjölnismanna ígmndaða pólitíska þjóðemisstefnu.
108 Sama heimild, bls. 164-68.
109 Greinin birtist í Nýjum félagsritum VIII (1848), bls. 1-24.
110 Brynjólfur Pétursson, Bréf, bls. 25.