Saga - 1996, Síða 165
RÆTUR ÍSLENSKRAR ÞJÓÐERNISSTEFNU
163
var að vekja andlegt líf þjóðarinnar, að auka áhuga hennar á nyt-
samlegum störfum og að efla umhyggju hennar fyrir framtíðinni.
Ritinu var ætlað að vekja þjóðina til dugnaðar og halda henni vak-
andi, en ekki síður að vera öflugur vettvangur pólitískrar um-
ræðu.116 Tilgangur Nýrra félagsrita var því ekki ólíkur tilgangi Ár-
mantis á Alþingi og Fjölnis. Þó greinir nokkuð á milli því þótt bæði
Baldvin og Fjölnismenn hafi viljað efla pólitíska vitund íslensku
þjóðarinnar var áherslan á stjórnmál í ritum þeirra mun minni en í
félagsritunum.
En það er ekki einungis tilgangur félagsritanna sem gefur til kynna
tengsl Jóns Sigurðssonar og fyrirrennaranna. Jón hefur, líkt og Bald-
vin Einarsson og Tómas Sæmundsson, mikinn áhuga á eflingu
menntunar og atvinnuvega á íslandi. í því sambandi má til dæmis
minna á rit Jóns, Lítil fiskibók, sem kom út í Kaupmannahöfn árið
1859, og Lítil vamingsbók, sem kom út tveimur árum síðar.117 Þá tek-
ur Jón upp þann sið Baldvins í Ármanni á Alþingi að birta lista yfir
verð á íslenskum vörum í Kaupmannahöfn í þeirri von að íslend-
ingar geri sér grein fyrir mikilvægi þess að vanda til vöru sinnar.118
Þá má benda á að þau þrjú mál sem Jón telur helst þörf að ráða bót
á eru alþingismálið, verslunarmálið og skólamálið. Alþingi átti að
vekja þjóðarandann, skólinn átti að efla andlegar framfarir og auka
þekkingu landsmanna í verklegum efnum og með bættu verslun-
arfyrirkomulagi mátti bæta efnahag landsins. Þessum áhugamálum
Jóns svipar mjög til áhugamála Baldvins og Tómasar,119 þótt vissu-
lega megi einnig líta svo á að þessi áhersla Jóns komi til af frjáls-
lyndum skoðunum hans og áhrihxm evrópskrar frjálslyndisstefnu!20
Þá er söguskoðun Jóns forseta lík þeirri sem við greinum fyrst
116 Sjá Jón Sigurðsson, [Formáli], Ný félagsrit I (1841), bls. v, og ennfremur Jón
Sigurðsson „Um alþíng á íslandi", Nýfélagrit I (1841), bls. 67.
117 Fullur titill bókanna er Lítil fiskibók, með uppdráttum og útskýringum, handa fiski-
mönnum á íslandi og Lítil varningsbók handa bændum og búmönnum á íslandi.
118 Jón Sigurðsson, „Fréttir", Ný félagrit I (1841), bls. 136.
119 Baldvin skrifaði tvær ritgerðir um skólamál á íslandi, sjá Nanna Ólafsdóttir,
Baldvin Einarsson, bls. 68-69. Áður er vitnað til ritgerðar hans um stéttaþing-
in og í Ármanni á Alþingi er víða kvartað undan slæmu verslunarfyrirkomu-
Iagi. Tómas skrifaði grein um verslun sem birtist í Þremur ritgjörðum árið
1841 og í sama riti er ritgerð hans um alþingi sem áður er vitnað til, og árið
1832 kom út eftir hann ritgerð um skólamál, Island fra den intellectuelle Side
betragtet, sem fyrr var getið.
120 Sbr. Guðmundur Hálfdanarson, „íslensk þjóðfélagsþróun", bls. 35.