Saga - 1996, Page 167
RÆTUR ÍSLENSKRAR ÞJÓÐERNISSTEFNU
165
er sá, að stjóm landsins hefir um langan aldur verið í ann-
arra höndum, sem ekki hafa farið að landsins þörfum og
ekki vitað hvað því hagaði.124
Þarna talar eindreginn þjóðemissinni sem ekkert dregur undan.
Aldrei fyrr hafði þessari skoðun verið haldið fram af jafnmiklum
krafti. Hér eins og annars staðar í málflutningi Jóns má þó sjá að
hann byggir á gömlum gmnni.
Þótt Jón leggi mun meiri áherslu á baráttu fyrir bættu stjórnarfari
en varðveislu þjóðlegrar menningar má merkja greinileg áhrif þeirr-
ar þýsk-rómantísku hugmyndar um þjóð sem hafði haft svo mikil
áhrif á Fjölnismenn. í öðmm árgangi Nýrra félagsrita talar Jón um
þjóðareinkenni og hvemig þau em einkum varðveitt í tungumál-
inu. Það er málið sem lýsir þankagangi þjóðarinnar. Eftir því sem
betur er vandað til málsins, því betur sem einkenni þess em varð-
veitt, „því meiri andi lýsir sér í allri athöfn þjóðarinnar". Ennfrem-
ur er veraldarsagan til vitnis um að saman fari hnignun þjóðtungna
°g hnignun þjóðanna sjálfra; eins fer saman viðrétting eða endur-
sköpun tungumálsins og endurreisn þjóðanna.125 Framtíð þjóðarinn-
ar veltur á varðveislu tungunnar, segir Jón, líkt og Fjölnismenn,
Baldvin og jafnvel Eggert.
í málflutningi Jóns má finna önnur dæmi um að hann leggi áherslu
á að varðveita þjóðemi íslendinga og þjóðareinkenni. Þannig leyna
þýsk-rómantísku áhrifin sér ekki þegar hann ræðir um mikilvægi
þess að íslendingar fái sérstaka stjóm í landinu. Dönsk stjóm á Is-
landi er ónáttúrleg. Ef ein þjóð ræður yfir annarri ólíkn þjóð, þýðir
það að sú sem er undir hina sett verður að afneita náttúm sjálfrar
sín. Hún verður því að safna kjarki og framfylgja rétti sínum svo
hún megi ná því markmiði sem guð hefur ætlað henni. Sérhver
þjóð hefur líkt og sérhver maður sína ákvörðun og engri þjóð er
aetlað að ráða yfir annarri.126 Þennan skilning á eðli þjóðanna sækir
Jón greinilega í smiðju Herders og Fichtes, líkt og Fjölnismenn.
En þótt víða megi finna dæmi um að Jón sé undir rómantískum
áhrifum líkt og Fjölnismenn og þótt söguskoðun hans, áherslan á
varðveislu tungunnar og mikilvægi þess að þjóðareinkenni fái að
njóta sín, minni á skoðanir þeirra, ber eigi að síður mikið í milli.
Jón er jarðbundnari, raunsærri og hagsýnni en Fjölnismenn. Mun-
t24 Jón Sigurðsson, „Um alþíng á íslandi", Ný félagsrit I (1841), bls. 91
125 Jón Sigurðsson, „Um alþíng", Nýfélagsrit II (1842), bls. 63-64.
126 Jón Sigurðsson, „Um alþíng á íslandi", Nýfélagsrit I (1841), bls. 94-95.