Saga - 1996, Page 168
166
RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
urinn endurspeglast líklega hvað greinilegast í afstöðu þeirra til
þess hvar endurreist alþingi skuli koma saman. Eins og fyrr greinir
skrifaði Tómas Sæmundsson grein sem birtist árið 1841, þar sem
hann fjallaði um fyrirhugaða endurreisn alþingis. Alþingi skyldi
endurreisa á Þingvelli í því sem næst upprunalegri mynd. Þessu
var Jón ósammála því „þótt hugur og tilfinning mæli fram með
Þingvelli, þá mælir að minni hyggju skynsemi og forsjálni með
Reykjavík"127 skrifar hann í fyrsta árgang félagsritanna og í næsta
árgangi ritsins gagnrýnir hann grein Tómasar.
Jón segir að vissulega hafi Tómas verið mikill föðurlandsvinur
og að vísast hafi fáir elskað fósturjörð sína jafn heitt og hann, en
hann segist sakna þess að Tómas væri jafn skynsamur og rökfastur
og hann var tilfinninganæmur og kappsamur í afstöðunni til end-
urreisnar alþingis. Að hans mati er ekkert vit í því að taka upp ytri
háttsemi fommanna eins og Tómas mæli með þegar hann leggi til
að Islendingar taki upp hina fornu alþingisskipan. Og hann spyr:
Hver yrði Njáll að viti þótt hann klæddi sig eins og Njáll? Háðið
leynir sér ekki. Jóni Sigurðssyni finnst það tilgangslaust og vitlaust
að endurreisa ytra byrðið því þjóðareinkennin séu varðveitt innra
með landsmönnum, í tungumálinu og hugsunarmáta þjóðarinn-
ar.128 Þegar Jón tekur afstöðu til þess hvar og hvemig skuli endur-
reisa alþingi hefur hann skynsemina og hagkvæmnina að leiðar-
ljósi, en hirðir lítt um að halda í fornar og úreltar venjur. Þannig
verður Reykjavík fyrir valinu sem þingstaður en ekki Þingvellir,
því þannig gefst tækifæri til að byggja upp í landinu öfluga mið-
stöð stjómar og atvinnulífs.129
Afstaða Jóns til þingstaðarins er lýsandi fyrir skoðanir hans og
gerir ljósan muninn á skoðunum hans og Fjölnismanna. Jón er að
mörgu leyti nútímalegri og framsýnni en Fjölnismenn, enda var
hann, eins og oft hefur verið bent á, undir sterkum áhrifum frá evr-
ópskri fjálslyndisstefnu. Hann sér fyrir sér að Reykjavík verði öflug
miðstöð stjómmála, menntunar,130 verslunar og atvinnulífs. Hann
leggur áherslu á mikilvægi þess að í landinu verði til öflug borg-
arastétt, auk hinna tveggja stétta sem fyrir séu í landinu, almúgans
127 Sama heimild, bls. 126.
128 Jón Sigurðsson, „Um alþíng", Ný félagsrit II (1842), bls. 35-64.
129 Jón Sigurðsson, „Um alþíng á íslandi", Ný félagsrit I (1841), bls. 126-32.
130 Jón vill einnig afdráttarlaust hafa lærða skólann í Reykjavík. Sjá Jón Sigurðs-
son „Um skóla á íslandi", Nýfélagsrit II (1842), bls. 159.