Saga - 1996, Page 169
RÆTUR ÍSLENSKRAR ÞJÓÐERNISSTEFNU
167
og lærðra manna.131 Jón er fylgjandi nýsköpun í íslensku samfélagi
og eindreginn talsmaður persónufrelsis, frjálsrar verslunar og at-
vinnufrelsis. Á meðan Tómas og Baldvin ræða um að hefta ein-
staklingsfrelsi með því að herða taumhald á lausamönnum og flæk-
ingum og auka almennan aga í samfélaginu telur Jón að frelsi manna
eigi ekki að hefta meira en nauðsynlegt sé til þess að viðhalda ör-
yggi í samfélaginu.132
En það eru ekki skoðanir Jóns einar sem greina á milli hans og
hinna fyrrnefndu. Staða Jóns Sigurðssonar í íslensku samfélagi var
allt önnur en fyrirrennaranna. Eins og skrif hans bera með sér, bæði
viðfang þeirra og framsetning, var Jón stjómmálamaður. Hann
skrifar ekki um bókmenntir og stafsetningu, tóvinnu og garðrækt í
Ný félagsrit heldur fyrst og fremst um stjómmál. Hann var vinsæll
stjórnmálamaður sem tók virkan þátt í pólitískum umræðum. Þeg-
ar alþingi var endurreist sem ráðgefandi þing árið 1845 varð til
vettvangur pólitískrar umræðu í landinu og á þessum vettvangi
tók Jón frá upphafi forystu. Og auk þess að vera virtur leiðtogi í
þinginu bendir flest til að hann hafi einnig notið mikillar virðingar
meðal annarra landsmanna.133 Hann mun þannig hafa lagt sig fram
um hvers kyns fyrirgreiðslu við landann í Kaupmannahöfn. Hvort
sem skylduræknin ein hefur verið hvati að liðlegheitum Jóns eða
hagkvæmisjónarmið ráðið nokkm er ljóst að greiðvikni hans lagði
sitt af mörkum til að afla honum vinsælda.134 Og þar sem pólitísk-
ur frami hans var kominn undir vinsældum hans skiptu þær hann
miklu máli. Að þessu leyti má greina þó nokkum mun á Jóni og
Fjölnismönnum. Deilur þeirra um endurreisn Fjölnis sýna ágætlega
þennan mun.
Þegar tilraun var gerð til að endurvekja Fjölni, eftir nokkurt hlé,
var stofnað félag um útgáfuna. Meðal þeirra sem þar komu að máli
var Jón Sigurðsson. Jón hafði ákveðnar hugmyndir um breytingar
á ritinu sem féllu ekki í góðan jarðveg hjá ýmsum aðstandendum
þess. Ekki varð af samstarfinu og afleiðingin var sú að Jón og fylg-
131 Sama heimild, bls. 81-82.
132 Jón Sigurðsson, „Um alþíng á fslandi", Ný félagsrit I (1841), bls. 74. - Guð-
mundur Hálfdanarson, „íslensk þjóðfélagsþróun", bls. 35-52.
133 Um vinsældir Jóns Sigurðssonar, sjá t.d. Páll Vilhjálmsson, „Ástmögur þjóð-
arinnar?" og Guðmundur Hálfdanarson, „íslensk þjóðfélagsþróun", bls. 34.
134 Lúðvík Kristjánsson, Á slóðum fóns forseta, bls. 115-16. - Páll Vilhjálmsson,
„Ástmögur þjóðarinnar", bls. 58.