Saga - 1996, Page 171
RÆTUR ÍSLENSKRAR ÞJÓÐERNISSTEFNU
169
arfar íslenskra miðaldamanna. Fulltrúaþing á íslandi sé því mikil-
vægur áfangi á leið til sjálfsforræðis íslendinga.139 Strax í fyrstu
grein félagsritanna kemur fram ósk um sjálfsforræði handa íslend-
ingum og afdráttarlaus andstaða við einveldi Danakonungs. Jón er
eindreginn talsmaður lýðræðis, einveldið var aðeins slæmur vani,
kominn til af ofríki konunganna.140 Jón heldur því fram að hentug-
asta stjórnarfyrirkomulagið sé þingbundin konungsstjórn. Löggjaf-
arvaldið skyldi vera hjá þjóðinni, en framkvæmdarvaldið hjá kon-
ungi í umboði þjóðarinnar. Konungur skyldi velja sér ráðgjafa, en
þeir bæru ábyrgð fyrir þjóðinni eða kjörnum fulltrúum hennar. Ef
þjóðinni eða fulltrúum hennar líkaði ekki framgangur ráðgjafanna
skyldu þeir segja af sér.141
Eftir tiltölulega skammvinn mótmæli frjálslyndra í Kaupmanna-
höfn árið 1848 afsalaði konungur sér einveldinu. Jón fagnaði tíð-
indunum og sagðist í bréfi til Jens bróður síns „bíða póstskipsins,
að heyra stjórnarbylting á íslandi".142 Ekki varð af byltingunni, en
nokkru seinna fengu íslendingar senda með póstskipunum grein
sem jafnan hefur verið talin stórviðburður í baráttu íslendinga fyr-
ir sjálfsforræði.143
I „Hugvekju til Islendinga" gerir Jón grein fyrir þeim breyting-
um sem honum þykja eðlilegar á stöðu landsins í Danaveldi í kjöl-
far þess að konungur afsalar sér einveldi. Hann telur að afnám ein-
veldisins hafi óhjákvæmilega í för með sér endurskoðun á stöðu ís-
lands í danska ríkinu, og að þar gætu nokkrir möguleikar komið til
umræðu. I fyrsta lagi, segir Jón, mætti hugsa sér að farið væri með
Island eins og nýlendur Danakonungs. Honum finnst ekki taka því
að eyða á þessa hugmynd mörgum orðum því með því að setja ís-
land á bás með nýlendunum væri verið „að troða réttindi lands
vors og þjóðar beinlínis undir fótum."
139 Jón Sigurðsson, „Um alþíng á íslandi", Nýfélagsrit I (1841), bls. 90-119.
140 Jón Sigurðsson, „Um alþíng á fslandi", Nýfélagsrit I (1841) bls. 76-77.
141 Sama heimild, bls. 66-72. Krafa Jóns um að ráðherramir beri ábyrgð fyrir
þjóðinni sem hann setur fram hér og annars staðar í skrifum sínum hefur
verið skilin sem krafa um þingræði. Jafnframt hefur verið bent á að Jón Sig-
urðsson hafi sett fram slíkar kröfur fyrr en þær fóm almennt að heyrast á
Norðurlöndum. Sjá Magnús Hauksson, „Krafa um ráðherraábyrgð". - Odd
Didriksen, „Upphaf kröfunnar um þingræði á íslandi".
142 Minningarrit, bls. 134-35.
143 Sjá t.d. Aðalgeir Kristjánsson, Endurreisn alþingis, bls. 134.