Saga - 1996, Page 180
178
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
husar og Marx en báðir settu þeir fram lögmál um þróun samfé-
laga í anda vísindalegrar lögmálahyggju síns tíma.1 Einkenni þess-
ara skýringa er að fólkið sjálft er ekki lengur aðalatriði sögunnar
og það er álitið ófært um að móta samtíð sína eða hafa áhrif á
framtíðina. Söguskoðanir af þessum toga hafa víða átt undir högg
að sækja erlendis enda hefur komið í ljós að þær duga ekki.2 Hér á
landi virðast þær þó enn lifa góðu lífi. Á síðari árum hefur þó verið
töluverð umræða um þessi mál meðal sagnfræðinga þótt lítið hafi
borið á nýjum viðhorfum, t.d. í kennslubókum eða almennum yfir-
litsritum.3
Árið 1832 skrifaði Guðmundur Scheving í Flatey grein í ársritið
Armanti á Alþingi þar sem hann sagði m.a.:4
fólki fjölgar óðum í landinu, og virðist það benda til, að
menn leitist við í tíma að auka bjargræðisvegu sína og fjölga
1 Hér er einkum vísað til kenningar Malthusar um fólksfjöldann, sbr. rit hans
An Essay on the Principle of Population. Ein þekktasta rannsókn á samfélagi
fyrri alda út frá forsendum Malthusar er Bændurnir í Languedoc eftir franska
sagnfræðinginn Ladurie, sbr. Livi-Bacci, Population and Nutrition, bls. 16-17,
og Livi-Bacci, A Concise History, bls. 79-85. Ladurie hefur marxískt sjónar-
hom á söguna en hugmyndafræði Marx fellur vel að kenningu Malthusar,
sbr. Hatcher, Plague, bls. 11-12. Fjöldi annarra fræðimanna hefur stuðst við
Malthus beint eða óbeint, sjá nánar: Livi-Bacci, A Concise History, bls. 75-85.
2 Meðal þeirra sem bent hafa á að Malthusættaðar skýringar dugi ekki em:
Razi, Life, Marriage and Death, bls. 27-28. - Hatcher, Plague, bls. 72. - Livi-
Bacci, Population and Nutrition, bls. 55-62 og Wallee, „Pest og folketall", bls.
36
3 Umhverfisskýringar hafa verið ráðandi frá því að bók Hannesar Finnssonar,
Mannfækkun af haUærum, kom út árið 1795, sjá t.d. Sigurður Þórarinsson,
„Sambúð lands og lýðs í ellefu aldir". - Sturla Friðriksson, „Þróun lífríkis ís-
lands og nytjar af því". - Páll Bergþórsson, „Áhrif loftslags á búfjárfjölda og
þjóðarhag". - Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson, /slandssaga til okkar
daga, og Gunnar Karlsson, „Frá þjóðveldi til konungsríkis" og Samband við
miðaldir. Gísli Gunnarsson, Upp er boðið ísaland, leggur megináherslu á sam-
félagsgerðina, en þótt hann hafi sýnt fram á haldleysi skýringa áðumefndra
manna, t.d. í A Study of Causal Relation, þá hafa þær að nokkm leyti áhrif á
skoðanir hans. Fyrstu vemlegu andmælin við hefðbundnum skoðunum ann-
arra innlendra fræðimanna komu fram hjá Gísla Gunnarssyni í A Study of
Causal Relation, Guðmundi Hálfdanarsyni í „Fólksfjöldaþróun íslands á 18.
öld", Áma Daníel Júlíussyni í „Áhrif fólksfjöldaþróunar", og í íslenskum
söguatlasi 2.
4 Guðmundur Scheving, „Nokkrar hugleiðingar um þilskipaveiðar á fslandi",
bls. 102.