Saga - 1996, Síða 181
SÓTTIR OG SAMFÉLAG
179
þeim, því það er of seint, þegar fólkið er komið í örtröð og
harðna tekur í ári.
Um 130 árum síðar setti danska fræðikonan Esther Boserup fram
kenningar sínar um tengsl fólksfjölda og breytinga á atvinnuhátt-
um og nýtingar náttúruauðlinda sem virðast náskyldar orðum
Guðmundar. Boserup taldi að aukinn fólksfjöldi kallaði á nýja at-
vinnuhætti, tæknibreytingar eða aukna landnýtingu til þess að
framfleyta fólkinu. Samfélags- og atvinnubreytingar liðinna alda
væru tilkomnar vegna þessa. Fólksfjöldinn er hreyfiafl sögunnar
að mati Boserups en hún benti jafnframt á að aðrir þættir eins og til
dæmis samfélagsgerð hefðu auðvitað áhrif.5 Þótt kenning Boserups
forðaði mannfólkinu þannig undan þeirri náttúrufræðilegu lög-
málahyggju, sem hafði mótað sýn fræðimanna á fortíðina, þá var
þeirri spumingu enn ósvarað hvað olli því að fólki fjölgaði eða
fækkaði.
En hvað sem líður öllum lögmálum og kenningum þá er sagan
fyrst og fremst mótuð af fólki.6 Manninum, eins og öðmm dýrateg-
undum, er það eðlilegt að fjölga sér og viðhalda stofninum. Fyrir
daga getnaðarvama vom það þættir eins og giftingaraldur, fjöldi
giftinga og næring, auk líffræðilegra þátta, sem einkum höfðu
áhrif á fjölgunina. Samfömm fólks vom þó ýmis takmörk sett,
einkum utan hjónabands, og hömlu- og áhyggjulítið kynlíf var ein-
ungis á fárra karlmanna færi. Ýmsir samfélags- og trúarlegir þættir
höfðu einnig áhrif og jafnvel var reynt að koma í veg fyrir að
óæskileg böm, t.d. börn getin utan hjónabands eða meðal ná-
skyldra, kæmu í heiminn. Flest börn fæddust innan hjónabands og
afnotaréttur á jarðnæði eða annarri staðfestu var yfirleitt talinn for-
senda giftingar og þannig vom giftingarmöguleikar nátengdir fram-
boði á jarðnæði eða öðmm framfærslumöguleikum. Þessar tak-
markanir virðast tilkomnar til að tryggja afkomumöguleika hjón-
5 Boserup, The Condition of Agricultural Growth. Sjá einnig um kenningu henn-
ar, Livi-Bacci, A Concise History, bls. 87-93, og hjá Guðmundi Hálfdanarsyni
í „Fólksfjöldaþróun íslands á 18. öld". Ámi Daníel Júlíusson, í „Áhrif fólks-
fjöldaþróunar", hefur dregið upp meginlínur í þróun atvinnuhátta og fólks-
fjölda á liðnum öldum út frá kenningum Boserup.
6 Um andmæli við þessari lögmálahyggju sjá Sveinbjöm Rafnsson, Byggðaleif-
ar ( Hrafnkelsdal, einkum bls. 94-95, Cipolla, Faith, Reason, and the Plague, bls.
41-74, og einnig almennt hjá McNeilI, The Human Condition, um þróun og
breytileika mannlegs umhverfis og aðstæðna.