Saga - 1996, Page 187
SÓTTIR OG SAMFÉLAG
185
urfarslegra skýringa á þeim litlu breytingum sem taldar eru hafa
átt sér stað hérlendis um aldir.
Samtímaheimildir um pláguna eru fáar en sú helsta, Nýi annáll,
er líklega rituð um eða upp úr miðri 15. öld og því vart hægt að
kalla hann samtímaheimild; auk þess eru til nokkur fornbréf. Gott-
skálksannáll, sem ritaður er upp úr miðri 16. öld, segir lítið um
pláguna og bætir litlu við það sem ráða má af fombréfum, sem
höfundur annálsins hefur sum hver skrifað upp. Skarðsárannáll,
ritaður um 1640, fylgir Gottskálksannál að mestu hvað varðar plág-
una. Lítilsháttar viðbót í Vatnsfjarðarannál elsta, sem að stofni til er
afskrift af Skarðsárannál, hefur verið talin úr glötuðum annál sem
hugsanlega gæti verið samtímaheimild frá því um 1400.22 Nú hefur
þetta verið dregið í efa og telja má næsta ömggt að viðbótin er ætt-
uð úr Nýja annál. Sá annáll ásamt fornbréfum er því einn til frá-
sagnar af samtímaheimildum um Svarta dauða.23
I Nýja annál em frásagnir um pláguna eftirfarandi:24
1402 ... kom út Hval-Einar Herjólfsson með það skip, er
hann átti sjálfur. Kom þar út svo mikil bráðasótt, að menn
lágu dauðir innan þriggja nátta, þar til heitið var þremur
lofmessum með sæmilegu bænahaldi og ljósbmna; item var
lofað þurföstu fyrir kyndilmessu, en vatnfasta fyrir jól ævin-
lega; fengu síðan flestir skriptamál, áður en létust. Gekk
sóttin um haustið fyrir sunnan land með svo mikilli ógn, að
aleyddi bæi víða, en fólkið var ekki sjálfbjarga það eftir lifði,
í mörgum stöðum. Síra Áli Svarthöfðason deyði fyrstur af
kennimönnum um haustið, og þar næst bróðir Grímur kirkju-
prestur í Skálholti, síðan hver eptir annan heimapresta; séra
Höskuldur ráðsmaður á jóladaginn sjálfan. Aleyddi þá þeg-
ar staðinn að lærðum mönnum og leikum, fyrir utan bisk-
upinn sjálfan og 2 leikmenn.
1403. Manndauðaár hið mikla á íslandi. ... Obitus herra
22 Annálamir eru prentaðir í Annálar 1400-1800 I, III og þar er formáli fyrir
hverjum og einum eftir Hannes Þorsteinsson. Þar er gerð grein fyrir inn-
byrðis afstöðu heimilda, tímasetningu ofl. eins og Hannes áleit það vera.
Gottskálksannáll er prentaður í Islandske Annaler indtil 1578 og þar er formáli
eftir Gustaf Storm sem gaf þá út.
23 Jón Ólafur ísberg, „Annálar og heimildir um Svarta dauða" (handrit). Sjá
nánar í Viðbæti.
24 Annálar 1400-18001. (Nýi annáll), bls. 9-11.