Saga - 1996, Page 189
SÓTTIR OG SAMFÉLAG
187
1403 og „manndauðahaustið seinnara", þ.e. haustið 1403.27 Ólík-
legt er að plágan hafi þolað tvo vetur og sennilegast hefur hún fjar-
að út einhvern tímann um veturinn 1403-1404 og þá líklega frekar
fyrr en síðar.
Af fombréfum eru það einkum tvö heitbréf, annað frá Grenjaðar-
stöðum gert um jólin 1402, og hitt gert í ársbyrjun 1403 á Munka-
þverá, sem veita gagnlegar upplýsingar. í fyrra bréfinu segir m.a.: 28
á móti þeirri ógurlegu drepsótt sem þá fór vestur eftir land-
inu í hverri mikill fjöldi lærðra og leikra, ríkra og fátækra,
fyrir sunnan land, í Húnaþingi og Skagafirði þá þegar með
fljótum atburðum andast hafði svo víða var aleytt bæði af
prestum og leikmönnum.
Bréfið frá Munkaþverá er svipað en þar segir m.a.:29 „í móti þeim
hræðilega manndauða sem þá stóð harðast yfir".
Það sem einkum vekur athygli er hvað samtímaheimildirnar em
einhæfar og lítið á þeim byggjandi, en síðari tíma heimildir bæta
hins vegar miklu við, en em að sama skapi ótraustar. Nýi annáll
segir ekkert um pláguna í Hólabiskupsdæmi og allar frásagnir
hans miðast við Skálholtsbiskupsdæmi, t.d. um mannfall í klaustr-
um, í Skálholti og greftranir í Kirkjubæ og einnig er sagt frá láti
ábótanna á Helgafelli og í Viðey auk fjögurra höfðingja af Vest-
fjörðum og að Eiðum. Annállinn nefnir heldur ekki hina miklu
eyðingu byggðar, lækkun landskuldar og leigu, sem áttu að hafa
fylgt í kjölfar plágunnar.30 Aðrir annálar sem eiga ættir að rekja til
Hóla, þ.e. Gottskálksannáll og Skarðsárannáll, segja hins vegar lítið
um pláguna og ekkert um afleiðingar hennar. Telja verður líklegt
að hafi þær upplýsingar verið réttar sem m.a. koma fram í annála-
viðbótum frá 17. öld og ýmsum sögum, og fræðimenn hafa notað
til að áætla mannfall og byggðareyðingu, þá hefðu þær sennilega
ratað á skjöl frá fyrri tíð. Það verður til dæmis að teljast mjög ólík-
legt að um 83% presta í Skálholtsbiskupsdæmi og 95% presta í
Hólabiskupsdæmi hafi látist í plágunni og höfundur Nýja annáls
27 íslenskt fombréfasafn III, bls. 683,739.
28 íslenskt fombréfasafn III, bls. 680.
29 íslenskt fornbréfasafn III, bls. 683.
30 Sjá um ætluð áhrif plágunnar á byggð: Þorkell Jóhannesson, „Plágan mikla
1402-1404", bls. 80-87. - Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plág-
umar", bls. 29-47.