Saga - 1996, Síða 190
188
JÓN ÓLAFUR ÍSBHRG
og engir aðrir annálahöfundar geti þess og engin skjalagerð sem
varðveitt er frá þessum tíma beri þess merki.31
Hvað er hægt að lesa út úr þessum heimildum um pláguna og
áhrif hennar? Það er næsta lítið og Þorkell Jóhannesson bendir
réttilega á að vitnisburður síðari tíma annála sýni hversu nauðalít-
ið fræðimenn á 16. og 17. öld vissu um pláguna miklu, ef þeir
þekktu þá ekki Nýja annál og frásögn hans.32 Þessi skoðun fær
stuðning þegar frásagnir annálanna eru bomar saman og sögu-
sagnir sem myndast höfðu um áhrif hennar em skoðaðar. Þetta
kemur einnig heim og saman við erlendar rannsóknir á ritum um
pláguna.33
Þetta gerist einnig með pláguna síðari, en heimildir um hana em
enn fábreyttari. Heimildir um þá plágu em allar frá síðari tímum,
þó em til fombréf sem staðfesta að hún hafi gengið á ámnum
1494-95.34 Gottskálksannáll segir aðeins:35 „Sótt og plága mikil um
allt landið nema um Vestfjörðu svo að hreppar eyddust og sveitir
að mestu. Obiit ábóti Ásgrímur að Þingeymm." Höfundur Skarðs-
árannáls breytir nokkuð þeim upplýsingum sem hann hefur úr
Gottskálksannál, en óvíst er að hann hafi haft önnur gögn en höf-
undur hans að styðjast við. Þar kemur fram að plágan hafi stöðvast
í Holti í Saurbæ og ekki farið lengra vestur, en síðan flytur hann
dauða ábótans til ársins 1496 og bætir við að látist hafi:36
31 Útreikningar um hlutfall látinna presta, sjá Gunnar Karlsson og Helgi Skúli
Kjartansson, „Plágumar", bls. 16. f formála Skarðsárannáls segir höfundur
hans, Bjöm Jónsson, m.a. um pláguna: „kom þá hér á land furðanleg plága
og mikið mannhrun, svo að úr því sjást hvorki sagnadiktanir né setningar
annála, sem fyrir mig hafa borið", sbr. Annálar 1400-1800 I (Skarðsárannáll),
bls. 46.
32 Þorkell Jóhannesson, „Plágan mikla 1402-1404", bls. 75.
33 Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls. 11-12, nefna
dæmi um slíkt hérlendis, en sjá Slack, „Introduction", bls. 5, varðandi út-
lönd.
34 Sjá nánar Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls.
17-19, og tilvísanir þeirra í íslenskt fombréfasafn.
35 Islandske Annaler, bls. 372.
36 Annálar 1400-1800 I (Skarðsárannáll), bls. 74-75. Hannes Þorsteinsson telur,
bls. 33-34, að Bjöm á Skarðsá hafi, auk Gottskálksannáls, stuðst við einhver
gögn á Hólum, en viðbætur hans byggi aðallega á „munnlegri frásögn fróðra
manna" og vitað er að hann þekkti ekki „Biskupa-annála Jóns Egilssonar".
Ef tölur um prestadauða em réttar þá em það um 86%, sbr. Gunnar Karls-