Saga - 1996, Side 191
SÓTTIR OG SAMFÉLAG
189
allir kennimenn fyrir norðan, utan alls 20 með biskupinum.
Varð hver einn prestur að hafa 7 kirkjur. Sú plága er sögð
og mælt, að komið hafi úr klæði í Hvalfirði. Kom þá fátækt
alþýðufólk af Vestfjörðum, giptir menn með konur og böm,
því fólkið vissi þar auðn bæja fyrir norðan landið; völdu
þeir um jarðir sér til ábúðar, og er svo frá þeim komið margt
manna norðanlands. Era þeir nú fjórða og svo fimmta
manni frá þeim ofan að telja, er nú lifa ár 1639.
Aðrar frásagnarheimildir era Biskupaannálar Jóns Egilssonar sem
voru skráðir árið 1605 og annáll Gísla Oddssonar Skálholtsbiskups
frá því um 1630 og má gera ráð fyrir að þær séu álíka traustar. Til
dæmis segir í Biskupaannálum:
I þessari sótt var svo mikið mannfall, að enginn mundi eður
hafði heyrt þess getið, því margir bæir eyddust, og þeir
vora flestir að ekki urðu eptir á bænum utan 3 menn eða 2,
stundum börn, og það optast tvö eða mest þrjú, og stundum
veturgömul, og sum vora að sjúga mæðurnar dauðar.37
I annálabroti Gísla biskups er talað um „miklu pláguna" og hún er
hin „minnilega drepsótt" og sagt er að „fjöldi bæja hafði eytt jafn-
vel heilar sveitir", en um pláguna 1402 er einungis sagt „feikna-
manndauði á íslandi". Þrátt fyrir það er frásögnin að mestu um
upptök veikinnar sem öll er frekar ýkjukennd, en Gísli virðist hafa
haft sérstakan áhuga á kynjasögum enda samrýmdist það vel tíðar-
andanum.38
son og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls. 19, en þótt hlutfallið milli
eftirlifandi presta og fjölda kirkna sem þeir hafi þurft að þjóna sé ekki ólík-
legt þá sannar það ekki heimildina. Rétt er að geta þess að talið er að sigl-
ingar í Hvalfjörð hafi verið löngu aflagðar, sbr. Bjöm Þorsteinsson, „Stærsti
kaupstaður hérlendis á 14. öld", bls. 27-28.
37 Jón Egilsson, „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar", bls. 43. Ef taka á frásögn-
ina bókstaflega þá man enginn eftir plágunni 1402 og þá hefur hún vaentan-
Iega ekki verið skæð og ekki hefur plágan verið bráðsmitandi sbr. nokkrir
lifa á flestum bæjum og brjóstmylkingar lifa þótt móðirin deyi. Jón Sigurðs-
son bendir á í formála, bls. 27, að höfundur sé „sannorður, einfaldur og
frómlundaður" og frásagnir séu liðlega samdar, „einkum þar sem nokkuð
er sögulegt".
38 Anndlar 1400-1800 V (Annálabrot Gisla Oddssonar), bls. 484, og formáli
Guðrúnar Ásu Grímsdóttur, bls. 461-76. Benda má á að lýsingu Gísla á því
hvemig veikin barst til landsins svipar mjög til lýsingar í Lögmannsannál á
því hvemig sóttin barst til Noregs 1350, sbr. lslandske Annaler, bls. 275