Saga - 1996, Page 192
190
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
Þegar hugað er að lýsingum í annálum á sóttum og afleiðingum
þeirra sést hve varasamt er að treysta og byggja á þeim. Oftar en
ekki einskorðast lýsingar þeirra við nánasta umhverfi skrásetjarans
og sérkennilega atburði.39 Til dæmis segir í Lögmannsannál árið
1379: „bólnasótt og fór um allt Island og var mikill manndauði, sál-
uðust 12 prestar fyrir sunnan land". Varla getur það talist „mikill
manndauði" þegar um 4% presta deyja og venjulegast hafa menn
talið þá líklegri til að smitast en aðra.40 Hafa ber í huga að annál-
arnir eru fjölmargir, sem og höfundar þeirra, margir einungis til í
yngri afskriftum og flestir tengjast þeir á einhvem hátt.
Svarti dauði á íslandi
Væntanlega hefur plágan gengið hér með svipuðum hætti og í öðr-
um löndum Evrópu. Þessu fylgir sú staðhæfing að plágan hafi að
mestu leyti verið kýlapest sem smitaðist með biti rottuflóa og að
mannfall hafi verið um 25-45%. Fræðimenn hafa álitið að pestimar
tvær, sem hér gengu á ámnum 1402-1404 og 1494-95, hafi borist til
landsins með skipum sem kýlapest, þ.e. með rottum eða rottuflóm,
en síðan farið um landið sem lungnapest (primary pneumonic
plague). Forsenda þessarar skýringar er að hér hafi ekki verið nein-
ar rottur til að hýsa flæmar og bera þær á milli fólks. Þessu til
stuðnings hafa menn einnig bent á vitnisburð heimilda þar sem
aldrei séu nefnd nein kýli heldur einungis bráður dauði og blóð-
spýja.41
Þeir sem einkum hafa rannsakað Svarta dauða og áhrif hans em
Þorkell Jóhannesson, „Plágan mikla 1402-1404" (1928), Jón Steffen-
sen, Menning og meinsemdir (1975), og Gunnar Karlsson og Helgi
Skúli Kjartansson, „Plágurnar miklu á íslandi" (1994). Grein Þor-
kels var tímamótagrein og um margt athyglisverð út frá sjónar-
homi félags- og hagsögu, en Jón Steffensen beindi sjónum sínum
39 Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls. 23. Sjá enn-
fremur Thc Cambridge World History, bls. 282-83. - Benedictow, Plague, bls.
44-48. - Slack, „Introduction", bls. 5.
40 Islandske Annaler, bls. 281. Tölumar um hlutfall presta eru fegnar hjá Gunnari
Karlssyni og Helga Skúla Kjartanssyni, „Plágumar", bls. 16. Ólíklegt er að
um bólusótt (smallpox, variola) hafi verið að ræða sbr. síðar.
41 Sjá Jón Steffensen, Menning og meinsemdir, bls. 320-39.