Saga - 1996, Page 193
SÓTTIR OG SAMFÉLAG
191
aðallega að eðli og útbreiðslu sjúkdómsins. Gunnar Karlsson og
Helgi Skúli Kjartansson byggja skrif sín að mestu á áðumefndum
greinum. Auk þessara ritsmíða er rétt að vekja athygli á bók Sigur-
jóns Jónssonar læknis, Sóttarfar og sjúkdómar á íslandi 1400-1800 (1944),
en þar er m.a. fjallað um pláguna. Nauðsynlegt er að gera athuga-
semdir við einstök atriði í grein Gunnars Karlssonar og Helga
Skúla Kjartanssonar og skýringar Jóns á eðli plágunnar.
Ljóst er að pestin getur ekki hafa borist til landsins öðmvísi en
með rottum og rottuflóm, en hvemig útbreiðsla hennar um landið
varð er flóknara mál. Augljóst má hins vegar vera að hér hefur
ekki eingöngu verið um lungnapest (primary pneumonic plague)
að ræða sem kviknaði af kýlapest (secondary pneumonic plague)
þegar verið var að skipa upp vömm úr skipi Einars Herjólfssonar í
Hvalfirði. Jafnvel þótt slíkt hefði gerst hefði pestin ekki herjað á
aðra en þá sem þar vom og þeir varla náð að komast í burtu og
smita aðra. Einstaklingur með lungnapest lifir yfirleitt ekki meira
en 36 tíma eftir smit og er ekki smithæfur nema í u.þ.b. sex tíma,
þá helsjúkur og ekki ferðafær.42 Jón Steffensen taldi að blóðupp-
gangur hæfist um 24 tímum eftir smit og stæði í fjóra daga og þá sé
sjúklingurinn smithæfur. Hann segir einnig að meðgöngutími pest-
ar sé einn til tólf dagar og taka Gunnar Karlsson og Helgi Skúli
Kjartansson undir það með honum. Jón gerði ráð fyrir lungnapest
hér á landi, en það sem hann segir um smittíma á ekki við um
lungnapest heldur kýlapest. Eins og komið hefur fram er smittími
lungnapestar mun skemmri og smitleiðir aðrar. Þennan misskiln-
ing Jóns hafa Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson því mið-
ur ekki leiðrétt.43 Það er hins vegar ekkert sem mælir gegn því að
lungnapestartilfelli hafi komið upp öðru hvoru á hinum ýmsu
stöðum, m.a. í Hvalfirði, þar sem kýlapestin gekk. Lungnapestin
hefur ekki getað gengið sem sjálfstæður faraldur nema á einstök-
um bæjum eða á þéttbýlum svæðum, sbr. „aleyddi bæi víða", enda
eru ekki dæmi um slíkan faraldur á stóru svæði, jafnt að sumri sem
vetri, í langan tíma og með miklu mannfalli.44
42 Benedictow, Plague, bls. 221.
43 Jón Steffensen, Menning og meinsemdir, bls. 320, 324. - Gunnar Karlsson og
Helgi Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls. 48, vísa í Jón og í The Cambridge
World History, bls. 628-30, en sú tilvísun hefði átt að leiðrétta misskilning-
inn.
44 Sjá nánar Benedictow, Plague, bls. 26-31,220.