Saga - 1996, Side 195
SÓTTIR OG SAMFÉLAG
193
vel átt við kýlapest, einkum það form hennar sem herjar á blóðrás-
arkerfið og lungun og reyndar frekar það heldur en lungnapest.49
Benda má á að þekktur prestur, Halldór Loftsson, gerir testa-
menti sitt „heill að samvisku þó krankur í líkama" árið 1403 og lík-
legt má telja að hann hafi látist af pestinni, og þá kýlapest.50 Nú
hefur þetta dæmi verið notað til að sanna hið gagnstæða, þ.e. að
Halldór hafi ekki látist úr pest. Ástæðan er sú að hjá manni með
lungnapest er „ráð og ræna venjulega það sem fyrst bilar", og þess
vegna gat hann ekki gert erfðaskrá, þ.e. sú vissa að um lungnapest
hafi verið að ræða veldur því að heimildinni er hafnað.51 Nú verð-
ur ekkert sannað í þessum efnum, til þess er þetta orðalag of al-
gengt í testamentisbréfum, en líklegra er að um pest hafi verið að
ræða sem einkum má ráða af því að viðkomandi telur að hann sé
að dauða kominn. Maður með kýli á líkamanum eða alsettur díl-
una, „krankur í líkama", í miðjum pestarfaraldri er líklegur til að
álykta að dagar hans séu taldir og ekki er vitað um aðra algenga
sjúkdóma á þessum tíma sem höfðu greinileg ytri einkenni og
leiddu venjulega til dauða á skömmum tíma.
Lungnapestarkenning Jóns Steffensens liggur til grundvallar skrif-
um Gunnars Karlssonar og Helga Skúla Kjartanssonar, en þeir geta
þó ekki hafa fundið stuðning við kenningu Jóns í þeim erlendu rit-
um sem þeir vísa til, með einni undantekningu.52 Norski læknirinn
Lars Wallöe hefur haldið því fram að kýlapestin hafi ekki borist
naeð rottuflóm heldur mannaflóm og nefnir ýmsa aðra möguleika,
en enginn þeirra er sannanlega réttur. Hann gerði t.d. ráð fyrir
þeim möguleika að kýlapest hefði gengið á sumrin en lungnapest á
vetrum vegna umhverfisskilyrða.53 Hugmyndir hans virðast að
49 Benedictow, Plague, bls. 31,71-73.
50 íslenskt fombréfasafn III, bls. 684.
51 Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls. 14. - Jón
Steffensen, Menning og meinsemdir, bls. 336, er með dæmi frá plágunni síðari,
íslenskt fombréfasafn VII, bls. 233. Sjá testamentisbréf, íslenskt fombréfasafn IV,
bls. 484,486 og íslenskt fombréfasafn V, bls. 569,588.
52 Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls. 56,70.
53 Walloe, „Pest og folketall", bls. 10-17, 28-34. - Gunnar Karlsson og Helgi
Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls. 47 nefna þetta ekki þrátt fyrir að þeir
segjast hafa valið lýsingu hans á sjúkdómnum. Walloe segir um mannafló,
bls. 34, „Smitte med menneskelopper gjor det lettere á skjanne", og varðandi
umhverfisskilyrði segir hann, bls. 37, „Det er ikke urimelig á tenke seg".
Svona vinnubrögð dæma sig sjálf.
13 - SAGA