Saga - 1996, Qupperneq 196
194
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
einhverju leyti ættaðar frá Jóni Steffensen, en eru að öðru leyti
heimasmíðaðar. Þær skýringar sem eiga að styðja kenninguna um
lungnapestina og aðrar kenningar um smitleiðir án rottuflóa á ís-
landi og í Noregi eru tilbúningur einn og eiga sér ekki vísindalegar
forsendur.54
Það skal þó áréttað að þekking á vistfræði fyrri alda er takmörk-
uð og aðrar smitleiðir voru e.t.v. mögulegar. Mörg vandamál eru
óleyst varðandi gang pestarinnar, mannfall af hennar völdum og
hvers eðlis hún var, en meðan þær hafa ekki verið sannaðar er
ástæðulaust að flíka þeim.55
Svarti dauði berst líklega til landsins frá Englandi með skipi Ein-
ars Herjólfssonar í Hvalfjörð og breiðist síðan um landið.56 Telja
má nær fullvíst að rottur séu forsenda þess að pestin breiðist út og
að henni sé viðhaldið um langan tíma. Þeir sem koma og versla við
Einar eru væntanlega höfðingjar, leikir og lærðir, og fylgdarlið
þeirra. Einhverjir af þessum mönnum hafa smitast af pest og þeir,
ásamt rottum eða rottuflóm sem voru í varningi um borð í skipinu,
bera veikina með sér. Það sem einkum mælir gegn því að rottur
hafi stuðlað að útbreiðslu pestarinnar hérlendis er sú vissa fræði-
manna að hér hafi ekki verið rottur.
Voru rottur á Islandi á síðmiðöldum? Jón Steffensen var þess
fullviss að hér hefðu ekki verið rottur og þess vegna komst hann
að þeirri niðurstöðu að af „líffræðilegum orsökum má það því telj-
ast nær útilokað að kýlapestarfaraldur hafi getað gengið".57 Gunn-
ar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson segja:58
54 Sjá nánar Benedictow, Plague, bls. 20-32,208-27. Hann bendir réttilega á, bls.
225, að kenning Jóns verði hvorki sönnuð né afsönnuð, til þess séu hvorki
rannsóknir né heimildir, en rökin mæla þó gegn henni, sjá t.d. bls. 26-28.
55 The Cambridge World History, bls. 276-78,513-14,613-14,628-29.
56 Pestin gæti hugsanlega hafa borist með öðrum, en venjulega var kaupmönn-
um eða öðrum utanaðkomandi kennt um, sbr. Slack, „Intoduction", bls. 3-4
og Pullan, „Plague and preception of the poor", bls. 122-23. Þorkell Jóhann-
esson, „Plágan mikla 1402-1404", bls. 73 og Jón Steffensen, Menning og mein-
semdir, bls. 31-34, telja að pestin hafi borist frá Englandi en Gunnar Karlsson
og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls. 20, telja það ólíklegt og vitna í
Walloe, „Pest og folketall". Benedictow, Plague, bls. 226, bendir á að líklega
hafi Jón Steffensen rétt fyrir sér enda er ömggur vitnisburður um pestarfar-
aldur á Englandi á þessum tíma. Engar heimildir em um pestina í Noregi á
þessum tíma þótt Walloe haldi því fram.
57 Jón Steffensen, Menning og meinsemdir, bls. 324.
58 Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls. 56.