Saga - 1996, Side 197
SÓTTIR OG SAMFÉLAG
195
Vegna þess að óvenjulega augljóst er að hér voru ekki rottur
eru íslensku plágumar kannski einmitt ein besta sönnun
þess að síðmiðaldaplága gat valdið um eða yfir helmings
mannfalli á stómm svæðum, án þess að hún smitaðist með
rottuflóm.
Hvað sannar að hér á landi hafi ekki verið neinar rottur? Fræði-
menn eru þess fullvissir vegna þess að hvergi er beinlínis sagt frá
því í samtímaheimildum. í ritum manna frá síðari hluta 17. aldar
°g síðar er því haldið fram að landið hafi verið rottulaust. í Ferða-
bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá miðri 18. öld er sagt frá
rottum undir Jökli og sagt að þær hafi komið af skipi sem strand-
aði undan landi.59 Komið hefur í ljós við fornleifauppgröft á Bessa-
stöðum að þar hafa verið rottur, a.m.k. um tíma, á 17. öld.60 Um
rottubeinin á Bessastöðum vissu menn ekki fyrr en nýlega og með-
al annars þess vegna álitu menn að landið hefði verið rottulaust.
En þetta sýnir kannski hvað menn vita oft lítið um fyrri tíma, en
álykta út frá samtíma sínum eins og Þorkell Jóhannesson hafði
bent á varðandi annálahöfunda 16. og 17. aldar.61 Rottubeinin á
Bessastöðum afsanna 17. aldar heimildina sem vitnað hefur verið
hl, íslandslýsingu Þórðar Þorlákssonar Skálholtsbiskups, um að á
Islandi hafi ekki verið rottur.62
Hvort rottur hafi verið hér landlægar eða staðbundnar um lengri
eða skemmri tíma fyrr á öldum verður ekki ráðið af ritheimildum
eða fomleifum. Rottubeinin á Bessastöðum og frásögin af rottum
undir Jökli gefa hins vegar tilefni til að álykta að hér hafi verið rott-
ur á þeim stöðum um tíma og hugsanlega á öðrum tímum. Ekki er
haegt að útiloka að þær hafi einnig verið á fleiri stöðum. Erfitt get-
ur verið að ráða af fyrri alda ritheimildum hvaða dýrategundir
hafa lifað hér áður fyrr. Má minna á að þar er sagt frá ýmsum sér-
kennilegum kvikindum sem líklegast hafa aldrei verið til, eins og
sæskrímslum.63 Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar gefur
engan veginn fullnægjandi né nákvæmar upplýsingar um dýralíf á
59 Eggert Ólafsson, Ferðabók I, bls. 206
50 Amorosi, Budiland, Ólafsson, Sadler, Skidemore, „Site Status and the
Paleoecological Record", bls. 172-73.
51 Þorkell Jóhannesson, „Plágan mikla 1402-1404", bls. 75.
52 Þórður Þorláksson, íslatid. Stutt landlýsing og söguyfirlit, bls. 38-39.
53 Sjá nánar, Resen, P. H., íslandslýsing, bls. 144,152-67. - Oddur Einarsson, /s-
landslýsing, bls. 57-63,97-120.