Saga - 1996, Page 201
SÓTTIR OG SAMFÉLAG
199
hlutfallið á þessum stöðum geti þess vegna einungis verið dæmi-
gert fyrir þau heimili þar sem plágan kom, en einhverjar sveitir eða
bæir hafi sloppið við pláguna.75 Þessi skýring, þótt góð sé, getur
ekki orðið grundvöllur undir útreikninga um mannfall á landinu. I
Englandi eru til mjög góðar og áreiðanlegar heimildir um dauða
kennimanna í einstökum biskupsdæmum, en hvergi var dánar-
hlutfallið meira en 50% og ljóst er að ekki er hægt að alhæfa um
mannfall almennt út frá þeim tölum einum.76 í Nýja annál eru til-
greindir nokkrir kennimenn sem létust í plágunni, en einungis er
getið fjögurra veraldlegra höfðingja, auk konu eins þeirra, og ekki
hefur nokkrum manni dottið í hug að áætla mannfall út frá þeim
fjölda. Athyglivert er að sökudólgurinn, Einar Herjólfsson, virðist
ekki hafa látist úr sóttinni. Skálholtsbiskup kom út samsumars
sóttinni og ekki sýkist hann og ekki heldur Vigfús ívarsson hirð-
stjóri eða Árni Ólafsson síðar biskup.77 Þetta getur auðvitað verið
úlviljun, en freistandi er að álykta að þeir hafi verið ónæmir og
hafi veikst af henni erlendis áður, en einnig er mögulegt að þeir
hafi lokað sig af eða flúið til að sýkjast ekki. Einu tölumar sem
fræðimenn hafa talið að hugsanlega gætu átt við dauðsföll meðal
almennings eru frá Kirkjubæ samkvæmt Nýja annál. Þar er sagt
(við árið 1403) að komið hafi verið með 675 lík til greftmnar, en þá
hafi menn hætt að telja. Gunnari Karlssyni og Helga Skúla Kjart-
anssyni þótti þessi fjöldi með slíkum ólíkindum miðað við hugsan-
legan fólksfjölda á svæðinu að þeir notuðu tölumar ekki við út-
reikninga á mannfelli.78 Nú hefur verið sýnt fram á að líklega séu
tölurnar frá Kirkjubæ úr skrá yfir látna og tengist ekki mannfalli í
plágunni sérstaklega.79 Þær hafa því ekkert gildi fyrir þessa út-
reikninga. Plágan virðist hafa gengið harðar á þéttbýlli svæðum og
75 Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls. 22-29.
76 Aberth, „The Black Death", bls. 275-87.
77 Vigfús kom út 1402 og Ámi ári síðar, sbr. Annálar 1400-1800 I (Nýi annáll),
bls. 10-11, Talið er að Einar hafi verið drepinn árið 1412, sbr. Annálar 1400-
1800 I (Nýi annáll), bls. 13 og Þorkell Jóhannesson, „Plágan mikla 1402-1404",
bls. 76.
78 Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls. 22-28. Þeir
gera ráð fyrir stórum hundruðum og þá verður fjöldi líka á Kirkjubæ 795
(„og varla miklu færri en 1000 alls ef frásögnin er tekin bókstaflega" !!! bls.
27) og mesti mögulegi fólksfjöldi litlu meiri en um 1200 manns.
79 Jón Ólafur ísberg, „Annálar og heimildir um Svarta dauða".