Saga - 1996, Page 202
200
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
mannmörgum stöðum en í dreifbýli og tölur um mannfall frá einu
svæði til annars eru svo breytilegar að vafasamar upplýsingar um
fjölda látinna kennimanna á einum stað eru ónothæfar til alhæfing-
ar.80
Gerðar hafa verið tilraunir til að áætla mannfall út frá heimildum
um eyðibyggð nokkrum áratugum eftir pestina. Gunnar Karlsson
og Helgi Skúli Kjartansson segja, þrátt fyrir ýmsa fyrirvara fyrri
fræðimanna sem þeir vitna til, að mannfækkunin hafi verið um
50%, þ.e. 40-60%, samkvæmt byggðarsöguheimildum, en samkvæmt
annálum töldu þeir mannfallið 50-70%.81 Lítilsháttar athugun á áhrif-
um Stórubólu 1707-1709 á byggð gefur ekki tilefni til að hægt sé að
áætla mannfall í sóttum út frá fjölda eyðijarða.82 Björn Teitsson tel-
ur í riti sínu, Eignarhald og ábúð á jörðum í Suður-Þingeyjarsýslu 1703-
1930, að byggðir Suður-Þingeyjarsýslu hafi verið um 30 ár að ná
sér eftir bóluna en sumar jarðir verið byggðar strax, jafnvel eftir
tvö til þrjú ár. Þetta kemur heim og saman við erlenda rannsókn og
styður hugmyndir Áma Daníels Júlíussonar um tengsl atvinnuhátta
og fólksfjölda hér á landi.831 Evrópu hafði plágan varanleg áhrif á
samfélags- og atvinnuhætti og í mörgum tilfellum á byggðamynst-
ur, t.d. varð varanleg byggðareyðing í Noregi og Þýskalandi. Á
Englandi em dæmi þess að jarðir hafi byggst upp strax aftur, en al-
mennt séð urðu breytingar á búsetu, búskaparháttum og nýtingu
lands, a.m.k. í Norður- og Vestur-Evrópu.84 Fjöldi eyðijarða getur
því ekki verið nákvæmur mælikvarði á mannfall í tölum talið nema
gengið sé út frá algjörlega einangmðu og stöðnuðu samfélagi sem
sé óháð breytilegum fólksfjölda.
Líklega hefur mannfall hér á landi vegna pestarinnar verið svip-
80 Lunden, Saga mannkyns, bls. 13-22. - The Cambridge World History, bls. 276-
77,613-14.
81 Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls. 29-47.
82 Við athugun á áhrifum Stómbólu 1707-1709 á byggð var stuðst við Jón
Steffensen, Menning og meinsemdir, bls. 296-97, 427-31, og Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns. Ljóst er að alhæfingar verða ekki byggðar á
skoðun Jóns eins og t.d. Bragi Guðmundsson, Efnamenn og eignir þeirra, bls.
44, gerir. Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls. 41,
vísa einnig í rannsóknir Jóns og Braga.
83 Bjöm Teitsson, Eignarhald og ábúð, bls. 83. - Razi, Life, Marriage and Death,
bls. 110-13 - Ámi Daníel Júlíusson, „Áhrif fólksfjöldaþróunar".
84 Aðgengilegt yfirlit um þessi mál er hjá Lunden, Saga mannkyns, bls. 23-27;
raunar fjallar nær öll bókin um Svarta dauða og afleiðingar hans.