Saga - 1996, Side 204
202
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
hætti að pestin hafi hrjáð ákveðna aldurshópa eða stéttir umfram
aðra, a.m.k. ekki plágan 1348-50.90
En hvaða áhrif hafði plágan á fólksfjöldaþróunina? Björn Teits-
son taldi að plágan hefði valdið frjósemiskreppu vegna þess að
hún lagðist einkum á ungt fólk og þungaðar konur. Hér er mis-
skilningur á ferðinni og blandað saman ætluðum áhrifum bólusótt-
ar og plágu. Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson hafna
hugmyndinni um frjósemiskreppu og segja að engin „rök eru til að
gera ráð fyrir slíku á íslandi."91 Telja má mjög líklegt að fólks-
fjöldakreppa hafi fylgt í kjölfar Svarta dauða, þótt það hafi verið af
öðrum ástæðum en Björn tilgreinir og ljóst er að pestin hafði gríð-
arleg áhrif á þjóðfélagsþróun hér á landi.
Talið er að fjórföldun á dánartíðni á fáum árum sem dreifist jafnt
á alla aldurshópa leiði til fólksfækkunar sem taki a.m.k. um 25 ár
að vinna upp að nýju að því tilskildu að ekki komi ný áföll.921 kjöl-
far plágunnar komu margir minniháttar pestarfaraldrar næstu ald-
ir, auk þess sem dánartíðnin var e.t.v. tíu sinnum meiri en venju-
lega. Plágan hefur verið talin ein meginorsök fólksfjöldakreppunn-
ar í Evrópu í lok miðalda og á fyrri hluta nýaldar.93 Telja má líklegt
að þróunin hafi verið svipuð á Islandi. Svarti dauði, pláguættaðir
sjúkdómar og bólusótt komu í veg fyrir mikla fólksfjölgun til lang-
frama. Ýmsar samfélagslegar ástæður sem og umhverfisaðstæður
hafi þar hugsanlega einhver áhrif en ekki úrslitaþýðingu.
Ef gert er ráð fyrir að fólksfjöldi á landinu hafi vaxið með reglu-
bundnum hætti fyrir pláguna, þ.e. að ekki hafi verið miklar sveifl-
ur í fæðingum og dauðsföllum, fjöldi fullorðinna karla og kvenna
verið svipaður, dreifing eftir aldri verið eðlileg að þess tíma hætti
og að fólksfjöldi hafi verið 50-80 þúsund þá er hægt að reikna út
90 Benedictow, Plague, bls. 29-30, 222. - Pullan, „Plague and preception of the
poor", bls. 107-110. - The Cambridge World History, bls. 278,513,613-14.
91 Bjöm Teitsson, Bosetning, bls. 65 og 68, vísaði á Jón Steffensen, Menning og
meinsemdir, bls. 284, 304. Þetta er oftúlkun Bjöms á Jóni sem telur líklegt að
þungaðar konur hafi látið fóstrum en ekki endilega dáið, þó er ekki vitað til
að svo hafi verið, sbr. The Cambridge World History, bls. 284-85, 1008-9. -
Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls. 29-33.
92 Benedictow, Plague, bls. 194.
93 Lunden, Saga mannkyns, bls. 12, 22,263. - Hatcher, Plague, bls. 33-72. - Razi,
Life, Marriage and Death, bls. 115-16. - The Cambridge World History, bls. 279-
86,630-31. - Walloe, „Pest og folketall", bls. 29-30,38-45. - Aberth, „The Black
Death", bls. 287.