Saga - 1996, Síða 207
SÓTTIR OG SAMFÉLAG
205
„bólan mikla" í síðari tíma heimildum.101 Jón Steffensen hefur talið
tíu bólusóttarfaraldra frá 1430 til 1707, en ekki hefur verið gerð
nein rannsókn á því hversu miklu mannfalli þeir hafi valdið enda
óhægt um vik sökum heimildaskorts. Fyrst er getið um bólusótt í
heimildum um árið 1240 en síðan árin 1291,1310,1347-48,1379-80,
1430-31,1472,1511-12,1555-56,1573,1590,1616-17,1635-37,1655-
58, 1669-72 og loks geisaði Stórabóla á árunum 1707 til 1709. Eftir
Stórubólu gengu bólufaraldrar árin 1741-43,1761-64,1766,1785-87
og 1839-40, en það er síðasti bólufaraldurinn og dóu fáir enda var
bólusetning hafin.102
Nú er ólíklegt að um bólusótt hafi verið að ræða í öllum þessum
tilfellum enda fór hún ekki að láta á sér kræla í Evrópu fyrr en
seint á 15. öld og varð ekki verulega skæð fyrr en á 17. og 18.
öld.103 Bólan skilur eftir ævilangt ónæmi og verður því víðast í
þéttbýli að barnasjúkdómi, en að öllu jöfnu fer hún ekki í mann-
greinarálit, þótt hún leggist auðvitað eingöngu á þá sem ekki höfðu
smitast í síðasta faraldri. Bólufaraldrar eru hins vegar mjög mis-
munandi og í flestum bólusóttarfaröldrum í Evrópu dó e.t.v. um
1% en í öðrum 25-30%.104 í Stórubólu sem gekk hér á árunum
1707-1709 er talið að um 25% hafi látist, en það tók þjóðina rúm
100 ár að ná sér og er bólufaraldurinn því einn helsti áhrifavaldur í
síðari tíma íslandssögu.105 Ekkert verður ráðið um mannfall í fyrri
faröldrum, þótt telja megi líklegt að bólusóttirnar 1555-56 og 1655-
101 Islandske Annaler, bls. 370. - Annálar 1400-1800 I (Skarðsárannáll), bls. 53. -
Jón Steffensen, Menning og meinsemdir, bls. 283-84.
102 Jón Steffensen, Menning og meinsemdir, bls. 276-314.
103 The Cambridge World History, bls. 282, 284-85,1010. - Benedictow, Plague, bls.
145. - Duncan, Scott, Duncan, „Smallpox epidemics in Cities in Britain", bls.
255. - Sigurjón Jónsson, Sóttarfar og sjúkdómar, bls. 3-6, 9-10, 29-52 og Jón
Steffensen, Menning og meinsemdir, bls. 275-317, telja báðir að annálum sé
treystandi um sjúkdómsgreiningu á bólusótt enda séu einkennin augljós, en
Sigurjón hefur þó uppi ýmsar efasemdir. Alls er óvíst hvort alltaf hafi verið
um bólusótt (variola, smallpox) að ræða þó annálar segi svo, t.d. gæti sóttin
verið hettusótt eða mislingar, sbr. Sigurjón Jónsson, Sóttarfar og sjúkdómar, bls.
49, 52 og Jón Steffensen, Menning og meinsemdir, bls. 291-92, og þekking 17.
aldar annálaskrifara á bólusótt verður ekki yfirfærð á fyrri alda menn.
104 The Cambridge World History, bls. 284-85,1008-10.
105 Jón Steffensen, Menning og meinsemdir, bls. 301-8,317 hefur reiknað út mann-
fallið, en hann bendir á að það hafi verið mismunandi frá einum stað til ann-
ars, minnst 12,5% og mest 38,8%. íslenskur söguatlas 2, bls. 16-17.