Saga - 1996, Blaðsíða 208
206
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
58 hafi verið skæðari en venjulega.106 Sennilegt má telja að margar
þær sóttir sem getið er um á 15. og f 6. öld og hugsanlega á 17. öld
hafi verið pláguættar, þótt auðvitað verði ekki úr því skorið með
fullri vissu.107 Það er hins vegar ljóst að banvænar sóttir voru helsti
áhrifavaldur íslenskrar fólksfjöldasögu fyrr á tímum eins og margra
annarra landa, þótt íslensk sóttarfarssaga sé um margt sérstæð.
Það skiptir verulegu máli hvaða aldurshópar, t.d. smábörn, ungt
fólk á hjónabandsaldri eða gamalt fólk, verða helst fyrir barðinu á
banvænum sóttum en það ræðst meðal annars af því hve langt er á
milli faraldra. Tíminn á milli faraldra getur því haft áhrif á skað-
semi sóttarinnar. Ef sótt leggst einkum á ungt fólk á barneignaaldri
getur það hamlað fjölgun í þrjá til fjóra áratugi og ef slíkt gerist
hvað eftir annað í tvær til fjórar aldir kemur það í veg fyrir al-
menna fólksfjölgun til langframa.108 Samfélagið verður „eldra" og
endurnýjun hægari. Færri komast til fullorðinsára en áður en þeir
lifa lengur og kannski betur en áður.109 Þetta er algjör andstæða við
„hið unga samfélag" á hámiðöldum sem var „tími æsku frekar en
elli".110 Þetta er það sem virðist hafa gerst á Islandi í kjölfar Svarta
dauða og komið í veg fyrir að fólki fjölgaði umfram það sem var á
14. öld. Líklegast hefur fólksfjöldinn á tímabilinu 1402 til 1703 ekki
orðið meiri en um 60 þúsund, sennilega um miðja 17. öld, en óger-
legt er að áætla sveiflumar sem urðu á íbúafjöldanum á þessum
tíma.
Það em mörg önnur atriði en sóttir sem hafa áhrif á það hvort
106 Þetta verður ekki ráðið af öðru en vitnisburði annála sem kalla bóluna
1555-56 miklu bólu, sbr. Jón Steffensen, Menning og meinsemdir, bls. 285, en
hann telur, bls. 290, að bóla 1655-58 hafi ekki haft mikið heildarmannfall í
för með sér þar sem stutt var síðan, 18 ár, að síðasta bólusótt gekk. Helgi
Skúli Kjartansson, „Spáð í pýramíða", bls. 133, hefur talið að fólksfjölda-
sveiflur 17. aldar megi rekja aftur til um 1650, þ.e. bólunnar, og Gísli Gunn-
arsson, „Reconstruction", bls. 9,13, bendir á fólksfækkun á árunum 1680-90.
Sú fækkun gæti m.a. stafað af fámennum árgöngum á frjósemisaldri.
107 Sigurjón Jónsson, Sóttarfar og sjúkdómar, bls. 20-29.
108 Jón Steffensen, Menning og meinsemdir, bls. 317, telur 23 ár á milli faraldra frá
1555 en 39 ár fyrir þann tíma og á hann eingöngu við bólusótt. Ef taldir eru
allir bólusóttarfaraldrar, krefðusóttir, þær sóttir sem Sigurjón Jónsson, Sótlar-
far og sjúkdómar, bls. 21-29, taldi vera pláguættar og plágumar tvær þá eru
sóttimar alls 21 fram til 1707 og það líða að meðaltali um 15 ár á milli þeirra.
109 Razi, Life, Marriage and Death, bls. 151
110 Helle, Saga mannkyns, bls. 140-41.