Saga - 1996, Qupperneq 209
SÓTTIR OG SAMFÉLAG
207
fólki fjölgar eða fækkar og enginn einn þáttur er alls ráðandi. Frjó-
semi í flestum samfélögum fyrri alda var svipuð og hefur því ekki
úrslitaþýðingu varðandi fólksfjöldaþróun. Almennt séð er það dán-
artíðnin sem stjórnar fólksfjöldanum og há dánartíðni vitnar um
hve mannskepnan hefur litla stjórn á umhverfi sínu og aðstæð-
um.in Ýmsir umhverfis- og samfélagsþættir, t.d. harðindi, land-
þrengsli, hjúskaparaldur og uppeldi og næring, einkum ungbama,
hafa verið taldir hafa veruleg áhrif, ef ekki úrslitaáhrif, á alla fólks-
fjöldaþróun.112 Helstu atriði sem talin em einkenna samfélagið og
hafa áhrif á fólksfjölgunina eru hár giftingaraldur, fjöldi ógiftra,
fjöldi kvenna miðað við fjölda karla, mikill ungbarnadauði, tak-
markað framboð bújarða og hallæri af náttúmnnar eða manna
völdum.113 Ekkert af þessum atriðum er sérstakt fyrir ísland heldur
einkennandi fyrir Vestur- og Norður-Evrópu fram á 18. og jafnvel
19. öld og á líklega rætur aftur til 14. aldar. Samanburður milli ís-
lands og annarra Evrópulanda á sama tíma, t.d. árið 1703 eða al-
mennt á 18. öld, er hins vegar ekki ætíð raunhæfur. Þetta breytir
þó ekki þeirri staðhæfingu að almennt séð er þróunin samanburð-
arhæf við það sem gerðist í Evrópu sérstaklega fyrir 1700.114
í kjölfar plágunnar í Evrópu hefðu öll skilyrði átt að vera hag-
stæð til mikillar fólksfjölgunar og velmegunar samkvæmt venju-
bundnum skilgreiningum um tengsl umhverfis, fólksfjölda og af-
rakstur. Svo varð ekki. Nægilegt var landrýmið, leiga og landskuld
lækkaði, Iaun hækkuðu og það losnaði um þær félagslegu tak-
markanir sem vom á fjölgunarmöguleikum lægri stétta. Þrátt fyrir
þetta hækkaði giftingaraldur í stað þess að lækka. Hærri giftingar-
aldur getur leitt til minni fjölgunar, þ.e. færri börn á hverja konu,
vegna þess að skemmri tími líður frá giftingu til loka barnsburðar-
aldurs.115 Gera má ráð fyrir sambærilegri þróun hér á landi, a.m.k.
er ekkert sem bendir til hins gagnstæða.
111 Cipolla, The Economic History, bls. 77.
112 Sjá almennt um þessi mál: Livi-Bacci, A Concise History, og tilvísanir 2-4,6.
113 Gísli Gunnarsson, Upp er boðið fsaland, bls. 18-38.
114 Guðmundur Hálfdanarson, „Fólksfjöldaþróun íslands á 18. öld , bls. 97. -
Ámi Daníel Júlíusson, „Áhrif fólksfjöldaþróunar", bls. 151, 156. — íslenskur
söguatlas 2, bls. 16-18
115 Benedictow, Plague, bls. 204—5. - Hatcher, Plague, bls. 33-35,58. - Livi-Bacci,
A Concise History, bls. 49-55. - Razi, Life, Marriage and Death, bls. 50-64. Sjá
einnig Hajnal, „European Marriage Pattems".