Saga - 1996, Page 210
208
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
Á 13. og 14. öld virðist það orðinn siður víða í Evrópu að konur
hefðu ekki börn sín á brjósti nema þá e.t.v. í skamman tíma. Þetta
er talið hafa valdið meiri ungbarnadauða en áður. Hvenær þessi
siður nær til íslands er óvíst og ekki er heldur vitað hversu algeng-
ur hann var. Um þessi mál hefur verið talsvert rætt á undanförn-
um árum og umræðan stundum farið út um víðan völl. Því hefur
jafnvel verið haldið fram að með því að neita nýfæddum bömum
um móðurmjólk hafi menn meðvitað verið að sporna gegn fólks-
fjölgun. Þetta á ekki við nein rök að styðjast eins og Helgi Þorláks-
son hefur réttilega sýnt fram á.116 Tengsl fæðu og afkomu em ótví-
ræð, en margt er óljóst varðandi tengsl einstakra fæðutegunda og
afkomu. Líklegt er að of mikið hafi verið gert úr vöntun á brjósta-
mjólk sem aðalorsakavaldi ungbarnadauða. Því verður hins vegar
ekki neitað að fæðugjöf fyrstu daga og vikur getur haft úrslitaþýð-
ingu um það hvort bam lifir. Það atriði sem einkum bendir til þess
að vöntun á brjóstagjöf hafi verið ofmetin er að á einstökum tíma-
bilum á milli sótta og hallæra átti sér oft stað mikil fólksfjölgun.
Það hefði varla getað gerst nema börnin hefðu verið höfð á brjósti
ef það er brjóstamjólkin sem hefur úrslitaþýðingu. Ekkert bendir
þó til að svo hafi verið og raunar hefur verið bent á að það hafi
ekki verið fyrr en um 1900 sem konur hafi almennt farið að hafa
börn á brjósti. Löngu fyrir þann tíma hafði ungbarnadauði farið
stöðugt minnkandi. Ljóst er að leita verður annarra skýringa á ung-
bamadauða en eingöngu skorts á móðurmjólk, þótt hún hafi vafa-
lítið mikla þýðingu.117 Um þetta mál em þó skiptar skoðanir og
frekari rannsókna er þörf, en fullyrðingar og alhæfingar lækna á 18.
og 19. öld um þessi mál fá vart staðist. Einnig er vert að geta þess
að Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, sem oft er vitnað
til um þetta efni, getur varla talist nægilega traust heimild hvað
þetta varðar.118
Fjöldi ógiftra karla en þó einkum kvenna, sem vom mun fleiri en
karlar, hefur einnig vakið athygli. Hér á landi hefur það verið kall-
116 Helgi Þorláksson, „Óvelkomin böm", bls. 79-120.
117 Ágætt yfirlit um þessi mál hérlendis er hjá Dagnýju Heiðdal, „Þeir sem guð-
imir elska deyja ungir", 65-71, og í íslenskur söguatlas 2, bls. 64-65. Sjá einnig
Gísli Gunnarsson, The sex ratio, bls. 9. - Livi-Bacci, Population and Nutrition,
bls. 70-78, 111. - Benedictow, The Medieval, bls. 43-45. Sem dæmi um „vís-
indi á villigötum", sjá Hastrup, „A Question of Reason".
118 Jón Ólafur fsberg, „Sjúkdómar og bamadauði í Ferðabók Eggerts og Bjama".