Saga - 1996, Page 211
SÓTTIR OG SAMFÉLAG
209
að „ófrjálst einlífi" og „félagsleg ófrjósemi" og útskýrt þannig að
ekki hafi verið til nægilegt landrými, þ.e. bújarðir, fyrir allt fólk
sem vildi búa. Skýringin á umframfjölda kvenna var að svo mikill
fjöldi karla hafi drukknað við að draga björg í bú. Hvorugt á við
fullgild rök að styðjast. Gísli Gunnarsson hefur sýnt fram á að þótt
fleiri sveinböm fæðist en meybörn, þá séu lífslíkur þeirra mun
minni og þegar fullorðinsámm er náð em konurnar orðnar fjöl-
mennari. Sama var uppi á teningnum í meginhluta Evrópu og
skýrir að hluta hátt hlutfall ógiftra kvenna; þó hvergi í eins ríkum
mæli og hérlendis.119 Ljóst er að á öllum tímum hefur fólk lagað sig
að aðstæðum og umhverfi hvort heldur varðar búskapar- eða hjú-
skaparhætti. Hallæri komu og fóm bæði hérlendis og erlendis og
ólfldegt að mannfall af þeirra völdum hafi verið hlutfallslega meira
á íslandi en annars staðar í Evrópu.120 Þótt landgæði séu rýrari nú
en fyrr á tímum þá má segja að almennt séð og þegar til langs tíma
er litið virðist það ekki hafa haft hamlandi áhrif á þróun fólksfjöld-
ans. Það sama er sennilega hægt að fullyrða um breytingar á mat-
aræði almennings og næringu ungbarna og ekki verður séð að
„viðnámsþróttur þjóðarinnar" hafi minnkað.121
Á það hefur verið bent að helsta ástæða vanþróunar landsins um
aldir hafi verið fólksfæðin en þegar fólki fjölgaði umfram það sem
hefðbundinn landbúnaður gat borið þá jókst sjósókn og búskapar-
hættir breyttust.122 Auðvitað hefur almenningur gert sér þetta ljóst
enda meðvitaður um aðstæður sínar. Þetta kemur glögglega fram í
hyggðarmynstri, nýtingu landsins, atvinnuháttum, ýmsum félags-
legum þáttum og alþingissamþykktum. Vegna fámennis bar sam-
félagið mörg einkenni stöðnunar og á 18. öld var það frumstætt og
fátækt.123 Fólksfjöldinn sem var aflvaki breytinga í samfélagi fyrri
alda náði líklega ekki þeim fjölda til langs tíma sem var nauðsyn-
legur til að knýja á um breytingar á tímabilinu frá því um 1400 til
1700. Það sama má segja um 18. öldina og þess vegna var íslenskt
119 Gísli Gunnarsson, Upp er boðið ísaland, bls. 28-38 og The sex ratio, bls. 3-12.
Sjá einnig Hajnal, „European Marriage Pattems".
120 Ámi Danlel Júlíusson, „Áhrif fólksfjöldaþróunar", bls. 153,156.
121 Sjá almennt um tengsl fólksfjölda og næringar: Livi-Bacci, Population and
Nutrition.
122 Guðmundur Hálfdanarson, „Fólksfjöldaþróun fslands á 18. öld", bls. 92. -
Ámi Daníel Júlíusson, „Áhrif fólksfjöldaþróunar", bls. 149-56.
123 Gísli Gunnarsson, Upp er boðið ísaland, bls. 250-56.
H-Saga