Saga - 1996, Síða 215
SÓTTIR OG SAMFÉLAG 213
tekning, en það er að nefndar eru tölur um fjölda eftirlifandi presta
eftir pláguna.
Líklegt má telja að annálagreinarnar í AM 702 4to séu ekki
komnar beint úr Nýja annál heldur millilið. Nýi annáll kom í Skál-
holt um 1650 og þá fékk Brynjólfur biskup Jón Erlendsson í Vill-
ingaholti til að skrifa hann upp. Jón steypti saman nokkrum annál-
um svo úr varð ein bók, nefnd Annála harmonía. Árni Magnússon
eignaðist hana síðar en reif hana í tætlur, ásamt afskriftum af henni,
vegna þess hve víða var farið rangt með. Þessi milliliður er líklega
ábyrgur fyrir því hvernig ártöl grautast til en hugsanlega gæti það
einnig hafa gerst í afskrift af Annála harmoníunni. Tímasetningar í
þessu ferli, þ.e. frá því að Skarðsárannáll kom í Skálholt þar til
handrit Sigurðar Jónssonar, Lbs. 157 4to, verður til, koma heim og
saman.
Þær upplýsingar sem koma fram um fjölda kennimanna sem
áttu að hafa lifað af pláguna eru tilbúningur einn. Hafi þær verið
til hefðu þær komið fram í öðrum gögnum frá þessum tíma og séu
þær réttar þá hefði íslenska þjóðin orðið nær aldauða.
í Nýja annál segir að komið hafi verið með 675 manns til greftr-
unar í Kirkjubæ en síðan hafi verið hætt að telja og margir dáið síð-
nn. Fræðimenn hafa talið þessa tölu með ólíkindum miðað við
hugsanlegan fólksfjölda á svæðinu. Við flestar kirkjur erlendis,
a.m.k. hinar stærri, voru til skrár yfir látna og/eða ártíðaskrár.
Telja má afar sennilegt að slíkar skrár hafi einnig verið til hérlend-
is. Skrásetjari Nýja annáls hefur haft slíka skrá frá Kirkjubæ undir
höndum eða haft heimildir um hana. Tölumar frá Kirkjubæ í Nýja
annál hafa því ekkert með mannfall í plágunni að gera.
Heimildir
Aberth, ]., „The Black Death in the diocese of Ely. The evidence of the Bishop's
register", Journal ofMedieval History Vol. 21. Nr. 3. (1995), bls. 275-87.
Amorosi, T. Budiland, G.P. Ólafsson, G. Sadler, J. Skidemore, P., „Site Status and
the Paleoecological Record. A Discussion of the Results from Bessastaðir,
Iceland", Norse and later Settlement and Subsistence in the North Atlantic.
Ritstj. Morris, C.D. og Rackham, D.J. (Glasgow, 1982), bls. 169-92.
Annálar 1400-18001, III, V. (Rv„ 1922,1931,1988).
Arni Daníel Júlíusson, „Áhrif fólksfjöldaþróunar á atvinnuhætti gamla samfé-
lagsins", Saga XXVIII (1990), bls. 149-56.