Saga - 1996, Page 223
BESSASTAÐABÓK
221
skjölum þeirra á 18. öld.5 í kirkjusögu Finns Jónssonar biskups er
að finna yfirlit um sögu klaustranna6 og Janus Jónsson virðist byggja
frásögn sína „Um klaustrin á íslandi" að miklu leyti á skrifum Finns,
þótt hann reki ýmsar aðrar heimildir.7 Dr. Sveinbjörn Rafnsson
gerði fyrir nokkrum árum athugun á varðveislu skjalabókar Helga-
fellsklausturs8 og nú nýlega hefur Guðrún Harðardóttir lokið BA-
ritgerð um húsakost Munkaþverárklausturs byggðri á ritheimild-
um.9
Skjalasafn Viðeyjarklausturs
Um siðaskipti átti Viðeyjarklaustur jarðeignir allt ofan úr Borgar-
firði, um Suðurnes og austur í Árnessýslu. Ef marka má skipulag
klaustra erlendis verður að teljast líklegt að skjalasafn hafi mynd-
ast við klaustrið til þess að hægt væri að hafa á reiðum höndum yf-
irlit yfir umsvif þess og eignir, en hvemig því hefur verið fynr kom-
ið, hvort bréfin hafa verið skrifuð upp í cartularium, verður ekki
sagt með vissu. Engar miðaldaheimildir hafa varðveist um skjala-
safn klaustursins, en til er handrit frá 16. öld sem ótvírætt gefur til
kynna að klaustrið hafi átt sér safn skjala. Hér er um að ræða hand-
rit í safni Árna Magnússonar sem hann hefur kallað Bessastaðabók
(AM 238 4to).10 Handritið er skrifað á síðari hluta 16. aldar og hef-
ur að geyma ýmis skjöl, sum um samtímaefni, en önnur em afrit
eldri skjala.
í fyrsta hluta handritsins em afrit skjala sem varða Viðeyjar-
klaustur og er stærsta safn Viðeyjarskjala sem nú þekkist. Megin-
hluti þeirra em jarðaskjöl, síðan nokkrir máldagar kirkna sem
klaustrið hefur átt, þá skrár um ítök og afgjöld af jörðum klaust-
5 Sbr. AM Apogr. 3034-48: „klaustrum vidkomandi" ; prentað í Ártti Magnússons
Levned og skrifter II, bls. 279-87, undir fyrirsögninni: „Om de islandske
klostre". Sama er prentað í Blöndu II, bls. 432—47, undir fyrirsögninni: „Um
klaustrin. Eptir Áma Magnússon".
6 Finnur Jónsson, Historia Ecclesiastica Islandiæ, IV bindi.
7 Janus Jónsson, „Um klaustrin á íslandi", bls. 174-265.
8 Sveinbjöm Rafnsson, „Skjalabók Helgafellsklausturs: Registrum Helgafellense".
9 Guðrún Harðardóttir, „Munkaþverárklaustur".
10 Katalog over den Arnamagnæanske H&ndskriftsamling I, bls. 506-507 (hér eftir
Katalog); í D/1, bls. 490-91, í inngangi að skjali nr. 123, er gerð nokkur grein
fyrir handritinu. Sumarið 1973 afhenti Ámasafn í Kaupmannahöfn Stofnun
Áma Magnússonar á íslandi handritið til varðveislu.