Saga - 1996, Page 226
224
RAGNHEIÐUR MÓSESDÓTTIR
Þorlakr Arvidsson var þá Rádsmadur á Bessast. og veit
kannske nocckud meira hier af.
Þorlakr Arvidsson meinar ja, veit þó eckert greinilega þar
um.16
Ef þessi saga á við rök að styðjast, og það verður ekki dregið í efa
að Tómas var á leið vestur á Snæfellsnes þegar hann fórst, munum
við þó aldrei vita hvort eða hve mikið af Viðeyjarskjölum hann
hafði í fórum sínum.
Þessi þrjú dæmi benda til þess að Viðeyjarklaustur hafi ekki
endilega átt eina heilsteypta skjalabók, heldur hafi bréf þess verið
varðveitt laus í pokum og kistum. Vera má að í Viðey hafi verið sú
regla, sem þekkt er erlendis frá, að geyma frumbréf sér, en afrit
þeirra annars staðar til daglegra nota, þótt engin þeirra heimilda
sem við höfum nú geti um slík afrit. í frásögn sinni af ferð Tómasar
Nikulássonar árið 1665 nefnir Ámi þó að Sigurður Björnsson, síðar
lögmaður, hafi skrifað upp skjalabók með Viðeyjarskjölum vetur-
inn áður en Tómas fórst.17
Bessastaðabók er hins vegar elsta varðveitta handrit sem hefur
að geyma skjöl Viðeyjarklausturs og því er ljóst að svaranna við
spurningum um varðveislu skjalasafns klaustursins hlýtur að vera
að leita í handritinu sjálfu, uppmna þess og varðveislu.
Bessastaðabók: AM 238 4to
Handritið AM 238 4to er skrifað á pappír á síðari hluta 16. aldar og
því eitt elsta varðveitta íslenska pappírshandritið. Það komst í
hendur Árna Magnússonar snemma á 18. öld.18 í afskriftum Árna
af handritinu vísar hann til þess sem Liber Bessested N. 142 A og
B.
Handritið er nú í tvennu lagi. í fyrsta lagi er hið upprunalega 4to
handrit, 128 blöð. Síðan eru 56 blöð í 8vo, afskriftir skjala sem eru í
4to hlutanum, en fyrrum hafa hlutarnir tveir verið bundnir í eina
16 Ámi Magnússon, „Om de islandske klostre", bls. 286; á spássíuna í AM
apogr. nr. 3048 hefur Ámi skrifað „falsum esse puto". Árið 1703 er Þorlákur
80 ára gamall og hefur Árni sennilega borið þetta undir hann þá, sbr. Arne
Magnussons Private breweksling, bls. 37.
17 Ámi Magnússon, „Om de islandske klostre", bls. 286.
18 Sjá miða með hendi Áma sem fylgja Apogr. AM nr. 1771-1772; sjá jafnframt
Bjöm Karel Þórólfsson, „Um íslensk skjalasöfn", bls. 123.