Saga - 1996, Page 227
BESSAST AÐABÓK
225
heild, uppskriftirnar á eftir eldri skjölunum. í handritinu er tvöföld
númeraröð blaðanna. Blöðin í 4to hlutanum eru númeruð, yfirleitt
efst í horni hægra megin recto. Ekki er vitað hvenær 8vo afskriftirn-
ar voru bundnar inn í upprunalega handritið, en eftir það hefur
Kristian Kálund númerað blöðin upp á nýtt og er þar um að ræða
óslitna röð sem nær bæði yfir 4to og 8vo blöðin. Þannig að nú, þeg-
ar handritið hefur verið klofið í frumparta sína, er númeraröðin
nokkuð ruglingsleg. Hér verður alltaf vísað í eldri númeraröðina,
^inkum vegna þess að hún stendur nær upprunalega handritinu,
þótt hún sé því líklega ekki samtíða.19
Eldra handritið, hið eiginlega AM 238 4to, er illa farið. Horn blaða
eru fúnuð af þannig að nokkrar gloppur eru í skjalatextunum.
Einkum eru fyrstu blöðin illlæsileg. Enda hefur við útgáfu þeirra
bréfa í Fortibréfasafni verið stuðst við Dómabók Jóns Hákonarsonar
á Vatnshorni, Lbs 1974 4to, sem er frá 17. öld og hefur m.a. að
geyma nokkrar afskriftir Viðeyjarskjala úr Bessastaðabók.20
Skrifarar AM 238 4to
Tvaer rithendur eru á handritinu, önnur óþekkt (hönd I), en hin er
hönd Vigfúsar Jónssonar sýslumanns á Kalastöðum á Hvalfjarðar-
strönd (hönd II).21 Ekki er vitað hvenær Vigfús er fæddur, en Páll
Eggert Ólason segir að hann hafi verið sýslumaður í Kjósarsýslu
ca- 1555-80, „má vera í umboði Bessastaðafógeta".22 Af skjölum
verður þó ekki ráðið að hann hafi haft slík völd fyrr en 1565 því
elsta skjal mér kunnugt þar sem til hans er vísað sem hafandi „vors
nadugasta herra kongsins umbod j Kialarnesþingi"23 er frá því ári.
19 Skv. munnl. upplýsingum Stefáns Karlssonar sumarið 1989. Hann er einnig
heimildarmaður minn fyrir því að yngra blaðatalið sé með hendi Kr. Ká-
lunds.
20 Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins I, bls. 626 (hér eftir Skrá Lbs).
21 Sbr. t.d. D/ XV, bls. 341, þar sem segir fullum fetum að á því skjali sé „sam-
tíða hönd Vigfúsar Jónssonar".
22 íslenskar æviskrár V, bls. 52.
23 D/ XIV nr. 271, dags. 19. maí 1565 á Esjubergi. P.E.Ól. hefur ártalið 1555 lík-
lega eftir Sýslumannaæfum IV, bls. 22, þar sem sagt er að til sé dómur frá
hendi Vigfúsar frá þessu ári. Ekki hefur hann þó varðveist og má ætla að
Bogi hafi tvítalið dóminn sem Vigfús kvað upp á Esjubergi um sama efni árið
1565, sem Bogi nefnir raunar líka á fyrrgreindum stað.
15-saga